Íslenskum bókmenntum fagnað í Osló

5. desember, 2024

Sendiráð Íslands í Osló fagnaði íslenskri tungu og bókmenntum með hátíðlegri móttöku í embættisbústaðnum í Osló þann 13. nóvember. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð norskra bókmennta og Skapandi Ísland.

  • Oslo-3
Oslo-24-1

Högni Kristjánsson, sendiherra Íslands í Osló og kona hans Ásgerður Ingibjörg Magnúsdóttir buðu hátt í 100 gesti velkomna í embættisbústað Íslands í tilefni af degi íslenskrar tungu í nóvember. Guðrún Baldvinsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta hélt erindi um íslenskar bókmenntir og rithöfunda og Margit Walsø framkvæmdastjóri NORLA fjallaði um áherslu miðstöðvarinnar í kynningu á norskum bókmenntum erlendis.

Oslo-2

Í máli Guðrúnar og Margit lýstu þær báðar þeim sterku tengslum er eru milli Íslands og Noregs á sviði bókmennta og vilja miðstöðvanna til að styrkja enn frekar þýðingar og útgáfu bókmennta milli landanna. Heiðursgestir kvöldsins, höfundarnir Rán Fygenring og Hjörleifur Hjartarson, héldu svo stórskemmtilega kynningu um samstarf þeirra, ritferla og bækur. 

Gestir móttökunnar voru fjölbreyttur hópur frá bókmennta og menningartengslaneti sendiráðsins svo sem fulltrúar forlaga, þýðenda, háskólasamfélaginu, ýmissa félaga og stofnana innan bókmenntageirans og rithöfundar. Markmiðið er að kynna íslenskar bókmenntir, tryggja ímynd Íslands sem menningar- og bókmenntaþjóð, heiðra tungumálið, byggja upp ný tengsl milli íslenskra og norskra aðila og fagna degi íslenskrar tungu.

Viðburðurinn var hluti af viku íslenskrar tungu í sendiráði Íslands í Osló og stóð sendiráðið fyrir sjö viðburðum á fjórum dögum. Í embættisbúðstaðnum gátu gestir einnig skoðað farandsýningu Myndlistarmistöðvar sem ber heitið Outside Looking In, Inside Looking Out og er samsýning reyndra og upprennandi íslenskra listamanna.  

 Oslo-4

 

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir