Jóla- og hátíðarkveðjur!
Við hjá Miðstöð íslenskra bókmennta óskum öllum gleðilegra jóla og notalegra bókastunda um hátíðarnar.
Jólakortið í ár er eftir myndhöfundinn Lindu Ólafsdóttur.
Við hjá Miðstöð íslenskra bókmennta óskum öllum gleðilegra jóla og notalegra bókastunda um hátíðarnar.
Jólakortið í ár er eftir myndhöfundinn Lindu Ólafsdóttur.
Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.
NánarEiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár. Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu.
NánarHlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára.
Nánar