Jón St. Kristjánsson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2020

20. febrúar, 2020

Verðlaunin hlaut hann fyrir þýðingu sína á Hinum ósýnilegu eftir Roy Jacobsen, útgefandi er Mál og menning.

Jón St. Kristjánsson, hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á Hinum ósýnilegu eftir norska rithöfundinn Roy Jacobsen. Verðlaunin voru veitt af forseta Íslands á Gljúfrasteini laugardaginn 15. febrúar. Hin ósýnilegu kom út hjá Mál og menningu á síðasta ári.

Hin_osynleguUmsögn dómnefndar

Í umsögn dómnefndar kemur fram að að stíll Jacobsens sé ljóðrænn, tær og stundum kímniblandinn og verk hans hafi hlotið verðskuldaða athygli. „Blær skáldsögunnar kemst einkar vel til skila í fallegri og vandaðri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Þýðingin er áreynslulaus og fáguð, og ber jafnframt merki um frábært vald þýðandans á íslensku máli.“

Í dómnefnd sátu Ásdís R. Magnúsdóttir, formaður, Steinþór Steingrímsson og Elísabet Gunnarsdóttir.

Um verðlaunin

Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt verðlaunin allt frá árinu 2005 og eru þau því veitt í 16. skipti í ár.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu og til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar erlendar bókmenntir á móðurmáli okkar.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir