Jón St. Kristjánsson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2020

20. febrúar, 2020 Fréttir

Verðlaunin hlaut hann fyrir þýðingu sína á Hinum ósýnilegu eftir Roy Jacobsen, útgefandi er Mál og menning.

Jón St. Kristjánsson, hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á Hinum ósýnilegu eftir norska rithöfundinn Roy Jacobsen. Verðlaunin voru veitt af forseta Íslands á Gljúfrasteini laugardaginn 15. febrúar. Hin ósýnilegu kom út hjá Mál og menningu á síðasta ári.

Hin_osynleguUmsögn dómnefndar

Í umsögn dómnefndar kemur fram að að stíll Jacobsens sé ljóðrænn, tær og stundum kímniblandinn og verk hans hafi hlotið verðskuldaða athygli. „Blær skáldsögunnar kemst einkar vel til skila í fallegri og vandaðri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Þýðingin er áreynslulaus og fáguð, og ber jafnframt merki um frábært vald þýðandans á íslensku máli.“

Í dómnefnd sátu Ásdís R. Magnúsdóttir, formaður, Steinþór Steingrímsson og Elísabet Gunnarsdóttir.

Um verðlaunin

Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt verðlaunin allt frá árinu 2005 og eru þau því veitt í 16. skipti í ár.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu og til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar erlendar bókmenntir á móðurmáli okkar.


Allar fréttir

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - umsóknarfrestur til 15. apríl - 12. mars, 2020 Fréttir

Nýræktarstyrkir eru veittir árlega fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira.

Nánar

Enskur kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2020 kominn út - 5. mars, 2020 Fréttir

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendis það nýjasta í íslenskum bókmenntum og fleira 

Nánar

„Mig langaði til að opna þennan heim fyrir samlöndum mínum.“ - 12. febrúar, 2020 Fréttir

Silvia Cosimini hefur þýtt yfir 70 íslenskar bækur á ítölsku, allt frá fornsögum til nútímabókmennta, en hún segir í spjalli við Magnús Guðmundsson að allt hafi þetta byrjað því hún var rétt manneskja á réttum tíma.

Nánar

Allar fréttir