Jón St. Kristjánsson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2020

20. febrúar, 2020

Verðlaunin hlaut hann fyrir þýðingu sína á Hinum ósýnilegu eftir Roy Jacobsen, útgefandi er Mál og menning.

Jón St. Kristjánsson, hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á Hinum ósýnilegu eftir norska rithöfundinn Roy Jacobsen. Verðlaunin voru veitt af forseta Íslands á Gljúfrasteini laugardaginn 15. febrúar. Hin ósýnilegu kom út hjá Mál og menningu á síðasta ári.

Hin_osynleguUmsögn dómnefndar

Í umsögn dómnefndar kemur fram að að stíll Jacobsens sé ljóðrænn, tær og stundum kímniblandinn og verk hans hafi hlotið verðskuldaða athygli. „Blær skáldsögunnar kemst einkar vel til skila í fallegri og vandaðri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Þýðingin er áreynslulaus og fáguð, og ber jafnframt merki um frábært vald þýðandans á íslensku máli.“

Í dómnefnd sátu Ásdís R. Magnúsdóttir, formaður, Steinþór Steingrímsson og Elísabet Gunnarsdóttir.

Um verðlaunin

Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt verðlaunin allt frá árinu 2005 og eru þau því veitt í 16. skipti í ár.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu og til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar erlendar bókmenntir á móðurmáli okkar.


Allar fréttir

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 13. maí, 2025 Fréttir

Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.

Nánar

Allar fréttir