Jón St. Kristjánsson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2020

20. febrúar, 2020

Verðlaunin hlaut hann fyrir þýðingu sína á Hinum ósýnilegu eftir Roy Jacobsen, útgefandi er Mál og menning.

Jón St. Kristjánsson, hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á Hinum ósýnilegu eftir norska rithöfundinn Roy Jacobsen. Verðlaunin voru veitt af forseta Íslands á Gljúfrasteini laugardaginn 15. febrúar. Hin ósýnilegu kom út hjá Mál og menningu á síðasta ári.

Hin_osynleguUmsögn dómnefndar

Í umsögn dómnefndar kemur fram að að stíll Jacobsens sé ljóðrænn, tær og stundum kímniblandinn og verk hans hafi hlotið verðskuldaða athygli. „Blær skáldsögunnar kemst einkar vel til skila í fallegri og vandaðri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Þýðingin er áreynslulaus og fáguð, og ber jafnframt merki um frábært vald þýðandans á íslensku máli.“

Í dómnefnd sátu Ásdís R. Magnúsdóttir, formaður, Steinþór Steingrímsson og Elísabet Gunnarsdóttir.

Um verðlaunin

Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt verðlaunin allt frá árinu 2005 og eru þau því veitt í 16. skipti í ár.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu og til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar erlendar bókmenntir á móðurmáli okkar.


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir