Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Þvottadagur

28. maí, 2020

Verðlaunin voru afhent í fjórða sinn í Þjóðarbókhlöðunni þann 27. maí.

Maístjörnuna í ár hlýtur Jónas Reynir Gunnarsson fyrir ljóðabók sína Þvottadagur.

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita Maístjörnuna fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2019. Verðlaunin voru afhent í fjórða sinn í Þjóðarbókhlöðunni þann 27. maí.

Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir:

Þvottadagur er afar innihaldsrík og margræð ljóðabók. Einkennandi fyrir ljóðin er kraftmikið og hrífandi myndmál og þótt viðfangsefni þeirra séu gjarnan alvarleg er ísmeygilegi húmorinn sjaldnast langt undan. Þetta er sterkt og vandað verk sem vekur lesanda til umhugsunar og hreyfir við honum.“

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2019 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Dómnefnd skipuðu Guðrún Steinþórsdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Arnaldur Sigurðsson fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Tilnefndar bækur:

Jónas Reynir Gunnarsson – Þvottadagur (Páskaeyjan)

Kristín Eiríksdóttir – Kærastinn er rjóður (JPV)

Sigurlín Bjarney Gísladóttir – Undrarýmið (Mál og menning)

Þórður Sævar Jónsson – Vellankatla (Partus)

Þór Stefánsson – Uppreisnir (Oddur)


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir