Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Þvottadagur

28. maí, 2020

Verðlaunin voru afhent í fjórða sinn í Þjóðarbókhlöðunni þann 27. maí.

Maístjörnuna í ár hlýtur Jónas Reynir Gunnarsson fyrir ljóðabók sína Þvottadagur.

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita Maístjörnuna fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2019. Verðlaunin voru afhent í fjórða sinn í Þjóðarbókhlöðunni þann 27. maí.

Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir:

Þvottadagur er afar innihaldsrík og margræð ljóðabók. Einkennandi fyrir ljóðin er kraftmikið og hrífandi myndmál og þótt viðfangsefni þeirra séu gjarnan alvarleg er ísmeygilegi húmorinn sjaldnast langt undan. Þetta er sterkt og vandað verk sem vekur lesanda til umhugsunar og hreyfir við honum.“

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2019 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Dómnefnd skipuðu Guðrún Steinþórsdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Arnaldur Sigurðsson fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Tilnefndar bækur:

Jónas Reynir Gunnarsson – Þvottadagur (Páskaeyjan)

Kristín Eiríksdóttir – Kærastinn er rjóður (JPV)

Sigurlín Bjarney Gísladóttir – Undrarýmið (Mál og menning)

Þórður Sævar Jónsson – Vellankatla (Partus)

Þór Stefánsson – Uppreisnir (Oddur)


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir