Kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2023 er kominn út!

12. apríl, 2023

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum - ásamt fleiru.

Bækur frá Íslandi 2023 / Books from Iceland

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Í bæklingnum í ár, Books from Iceland 2023, má finna margar tegundir bóka, sem bókmenntaráðgjafar Miðstöðvarinnar hafa valið.

Þar eru bækur eftir unga, upprennandi höfunda sem og eldri og reyndari, skáldsögur fyrir börn og fullorðna, bækur almenns efnis, glæpasögur og fleira. Jafnframt eru þar verðlaunabækur síðasta árs. Í bæklingnum er að auki ýmsar upplýsingar um hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, alla styrkjamöguleika og fleira.

Miðstöðin hefur gefið út sambærilega bæklinga undanfarin ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum hennar erlendis. Kynningarefni fyrri ára má finna hér.

Allar-kapur_1681298159408

Miðstöð íslenskra bókmennta stuðlar að aukinni útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis

Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta erlendis felst m.a. í þátttöku í helstu bókasýningum eins og í London, Frankfurt og Gautaborg og víðar þar sem Miðstöðin kynnir íslenskar bókmenntir og veitir erlendum útgefendum, þýðendum og fleirum ráðgjöf. 

Þú getur skoðað bæklinginn hér


Allar fréttir

Spennandi höfundar frá Íslandi koma fram á Bókamessunni í Gautaborg - 28. ágúst, 2023 Fréttir

Bókamessan í Gautaborg verður haldin um mánaðamótin september/október en þar kemur saman fjöldi rithöfunda, útgefenda, og bókaunnenda - og Miðstöð íslenskra bókmennta verður á staðnum

Nánar

Bókamessan í Frankfurt 2023 haldin dagana 18.-22. október - 12. september, 2023 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir messuna heim líkt og undanfarin ár og setur upp fundi á íslenska básnum, númer 4.1 B10.

Nánar

Íslenskar bækur á 15 tungumálum væntanlegar - 17. maí, 2023 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 45 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 15 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, úkraínsku, ítölsku, tékknesku, spænsku, dönsku, sænsku og færeysku.

Nánar

Allar fréttir