Kynningarbæklingurinn 2021 - Myndband!

5. maí, 2021

Hér er hægt að skoða hreyfimyndaútgáfu af völdum titlum í kynningarbæklingnum Books from Iceland 2021.

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum og fleirum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum.

Hér má skoða hreyfimyndaútgáfuna af völdum titlum í Books from Iceland 2021: 

https://www.youtube.com/watch?v=eB9mId9kMzU

Í bæklingnum í ár má finna margar tegundir bóka, sem bókmenntaráðgjafar Miðstöðvarinnar hafa valið. Þar eru valdar bækur eftir unga, upprennandi höfunda sem og eldri og reyndari, skáldsögur fyrir börn og fullorðna, bækur almenns efnis, glæpasögur og fleira. Jafnframt eru þar verðlaunabækur síðasta árs sem og listi yfir þær bækur sem erlendir útgefendur hafa nýlega keypt útgáfuréttinn á. Í Books from Iceland 2021 er að auki ýmsar upplýsingar um hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, alla styrkjamöguleika og fleira.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir