Kynningarbæklingurinn 2021 - Myndband!

5. maí, 2021

Hér er hægt að skoða hreyfimyndaútgáfu af völdum titlum í kynningarbæklingnum Books from Iceland 2021.

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum og fleirum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum.

Hér má skoða hreyfimyndaútgáfuna af völdum titlum í Books from Iceland 2021: 

https://www.youtube.com/watch?v=eB9mId9kMzU

Í bæklingnum í ár má finna margar tegundir bóka, sem bókmenntaráðgjafar Miðstöðvarinnar hafa valið. Þar eru valdar bækur eftir unga, upprennandi höfunda sem og eldri og reyndari, skáldsögur fyrir börn og fullorðna, bækur almenns efnis, glæpasögur og fleira. Jafnframt eru þar verðlaunabækur síðasta árs sem og listi yfir þær bækur sem erlendir útgefendur hafa nýlega keypt útgáfuréttinn á. Í Books from Iceland 2021 er að auki ýmsar upplýsingar um hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, alla styrkjamöguleika og fleira.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir