Kynningarbæklingurinn 2021 - Myndband!

5. maí, 2021

Hér er hægt að skoða hreyfimyndaútgáfu af völdum titlum í kynningarbæklingnum Books from Iceland 2021.

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum og fleirum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum.

Hér má skoða hreyfimyndaútgáfuna af völdum titlum í Books from Iceland 2021: 

https://www.youtube.com/watch?v=eB9mId9kMzU

Í bæklingnum í ár má finna margar tegundir bóka, sem bókmenntaráðgjafar Miðstöðvarinnar hafa valið. Þar eru valdar bækur eftir unga, upprennandi höfunda sem og eldri og reyndari, skáldsögur fyrir börn og fullorðna, bækur almenns efnis, glæpasögur og fleira. Jafnframt eru þar verðlaunabækur síðasta árs sem og listi yfir þær bækur sem erlendir útgefendur hafa nýlega keypt útgáfuréttinn á. Í Books from Iceland 2021 er að auki ýmsar upplýsingar um hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, alla styrkjamöguleika og fleira.


Allar fréttir

Authors' Reading Month: Íslenskar bókmenntir í brennidepli í Tékklandi og Slóvakíu - 8. ágúst, 2022 Fréttir

Höfundunum var afar vel tekið ytra en hátíðin er sú stærsta í þessum hluta Evrópu.

Nánar

NordLit fundur haldinn í Stokkhólmi dagana 15.-17. júní - 30. júní, 2022 Fréttir

Í ár var það sænska bókmenntamiðstöðin Statens Kulturråd/Swedish Arts sem var gestgjafi á NordLit fundinum þar sem voru saman komnir starfsmenn bókmenntamiðstöðva allra norðurlandanna.

Nánar

Nýræktarstyrki í ár hljóta þau Guðmundur Magnússon, Nína Ólafsdóttir og Örvar Smárason - 2. júní, 2022 Fréttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi fimmtudaginn 2. júní. 

Nánar

Allar fréttir