Läs Isländska Böcker: Ný vefsíða um íslenskar bækur á sænsku

https://www.lasislandskabocker.se/

9. október, 2024

Sendiráð Íslands í Stokkhólmi og þýðandinn John Swedenmark hafa unnið að vefsíðu þar sem má finna upplýsingar um allar íslenskar bækur sem þýddar hafa verið á sænsku.

Opnun


Á Bókamessunni í Gautaborg í september síðastliðnum kynnti Sendiráð Íslands í Stokkhólmi ásamt þýðandanum John Swedenmark nýja vefsíðu sem kallast Läs Isländska Böcker. Á vefnum má finna upplýsingar um allar þær íslensku bækur sem hafa verið þýddar á sænsku frá upphafi til dagsins í dag. 

Hægt er að leita eftir höfundi, þýðanda og bókmenntagrein. Einnig birtast þar umfjallanir og annað áhugavert efni sem tengist íslenskum bókmenntum ásamt upplýsingum um bókmenntaviðburði sem fara fram í Svíþjóð.

Leita

Vefurinn er afar mikilvæg heimild fyrir íslenskar bókmenntir í Svíþjóð en einnig lifandi miðill þar sem hægt verður að sjá hvað er efst á baugi í íslensku bókmenntalífi á sænsku. 

Íslenskar bækur hafa notið mikilla vinsælda í Svíþjóð og þökk sé þrotlausri vinnu metnaðarfullra þýðenda eru margir höfundar sem eiga dygga lesendur þar í landi. Þegar þetta er skrifað má finna á fjórða hundrað titla á nýju vefsíðunni, þar af 50 titla frá upphafi árs 2020. 

 Las-islandska


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir