Läs Isländska Böcker: Ný vefsíða um íslenskar bækur á sænsku

https://www.lasislandskabocker.se/

9. október, 2024

Sendiráð Íslands í Stokkhólmi og þýðandinn John Swedenmark hafa unnið að vefsíðu þar sem má finna upplýsingar um allar íslenskar bækur sem þýddar hafa verið á sænsku.

Opnun


Á Bókamessunni í Gautaborg í september síðastliðnum kynnti Sendiráð Íslands í Stokkhólmi ásamt þýðandanum John Swedenmark nýja vefsíðu sem kallast Läs Isländska Böcker. Á vefnum má finna upplýsingar um allar þær íslensku bækur sem hafa verið þýddar á sænsku frá upphafi til dagsins í dag. 

Hægt er að leita eftir höfundi, þýðanda og bókmenntagrein. Einnig birtast þar umfjallanir og annað áhugavert efni sem tengist íslenskum bókmenntum ásamt upplýsingum um bókmenntaviðburði sem fara fram í Svíþjóð.

Leita

Vefurinn er afar mikilvæg heimild fyrir íslenskar bókmenntir í Svíþjóð en einnig lifandi miðill þar sem hægt verður að sjá hvað er efst á baugi í íslensku bókmenntalífi á sænsku. 

Íslenskar bækur hafa notið mikilla vinsælda í Svíþjóð og þökk sé þrotlausri vinnu metnaðarfullra þýðenda eru margir höfundar sem eiga dygga lesendur þar í landi. Þegar þetta er skrifað má finna á fjórða hundrað titla á nýju vefsíðunni, þar af 50 titla frá upphafi árs 2020. 

 Las-islandska


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir