Läs Isländska Böcker: Ný vefsíða um íslenskar bækur á sænsku

https://www.lasislandskabocker.se/

9. október, 2024

Sendiráð Íslands í Stokkhólmi og þýðandinn John Swedenmark hafa unnið að vefsíðu þar sem má finna upplýsingar um allar íslenskar bækur sem þýddar hafa verið á sænsku.

Opnun


Á Bókamessunni í Gautaborg í september síðastliðnum kynnti Sendiráð Íslands í Stokkhólmi ásamt þýðandanum John Swedenmark nýja vefsíðu sem kallast Läs Isländska Böcker. Á vefnum má finna upplýsingar um allar þær íslensku bækur sem hafa verið þýddar á sænsku frá upphafi til dagsins í dag. 

Hægt er að leita eftir höfundi, þýðanda og bókmenntagrein. Einnig birtast þar umfjallanir og annað áhugavert efni sem tengist íslenskum bókmenntum ásamt upplýsingum um bókmenntaviðburði sem fara fram í Svíþjóð.

Leita

Vefurinn er afar mikilvæg heimild fyrir íslenskar bókmenntir í Svíþjóð en einnig lifandi miðill þar sem hægt verður að sjá hvað er efst á baugi í íslensku bókmenntalífi á sænsku. 

Íslenskar bækur hafa notið mikilla vinsælda í Svíþjóð og þökk sé þrotlausri vinnu metnaðarfullra þýðenda eru margir höfundar sem eiga dygga lesendur þar í landi. Þegar þetta er skrifað má finna á fjórða hundrað titla á nýju vefsíðunni, þar af 50 titla frá upphafi árs 2020. 

 Las-islandska


Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 17. mars, 2025 Fréttir

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. 

Nánar

Allar fréttir