Leitin að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson verður margra milljarða sjónvarpsþáttaröð Paramount Pictures

Leikstjóri þáttanna er Morten Tyldum. Þekktastur er Tyldum fyrir kvikmyndina The Imitation Game, sem hlaut átta tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir leikstjórn og sem besta mynd.

14. nóvember, 2017

Bókin er fræðirit sem segir frá Geirmundi heljarskinni, landnámsmanni sem réði miklu veldi á vestanverðu landinu sem byggði á veiðiskap og þrælahaldi. Geirmundi var ekki hampað af sagnariturum miðalda og féll nánast í gleymsku, en honum var lýst sem dökkum og ljótum, með mongólska andlitsdrætti. 

  • Bergsveinn-klippt

Til stendur að gera sjónvarpsþáttaröð byggða á bók Bergsveins Birgissonar um landnámsmanninn Geirmund heljarskinn. Þættirnir verða framleiddir af Paramount Pictures og leikstýrt af Norðmanninum Morten Tyldum.

Bók Bergsveins Birgissonar Leitin að svarta víkingnum kom fyrst út á norsku 2013, en var gefin út á íslensku 2016.  Fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins að hver þáttaröð muni kosta 600 til 800 milljónir norskrar króna, eða á bilinu 8 til 10,6 milljarða íslenskra.

Bókin er fræðirit sem segir frá Geirmundi heljarskinni, landnámsmanni sem réði miklu veldi á vestanverðu landinu sem byggði á veiðiskap og þrælahaldi. Geirmundi var ekki hampað af sagnariturum miðalda og féll nánast í gleymsku, en honum var lýst sem dökkum og ljótum, með mongólska andlitsdrætti. 

Leikstjóri þáttanna er Morten Tyldum. Þekktastur er Tyldum fyrir kvikmyndina The Imitation Game, sem hlaut átta tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir leikstjórn og sem besta mynd.

Þættirnir verða á ensku og segist Tyldum vilja taka þá upp í Noregi – en það velti á endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar í Noregi. Hann bætir við að endurgreiðslukerfin á Íslandi og Írlandi geri löndin að fýsilegum tökustöðum. Ekki hefur enn verið skipað í hlutverk, en leikstjórinn segir að nú sé allur kraftur lagður í handritsgerðina og skipulagningu við gerð þáttanna.

Leitin að svarta víkingnum

„Við höfum margsinnis heyrt sömu sögurnar um gripdeildir og karlrembumenningu. Morten kom þegar í stað auga á að bókin býr yfir mörgum skírskotunum til samtíma okkar – sem hann vill ná fram. Það gladdi mig mjög,“ segir Bergsveinn Birgisson í viðtali við NRK.

Bergsveinn ræddi um bókina við Óðinn Jónsson á Morgunvaktinni á Rás 1 skömmu eftir útgáfu hennar á íslensku. Þar sagði hann að framandótti sagnaritara hafi ráðið miklu um að Geirmundi var ekki hampað. Þeir hafi ekki viljað láta mikið með mann sem stundaði stórfellt þrælahald og hafði gríðarleg umsvif. Það stemmdi ekki við þá mynd sem hafði verið dregin upp af Íslandi, sem jafnræðisríki þar sem jöfnuður hafi ríkt meðal landnámsmanna. „Geirmundur hagar sér ekki svoleiðis. Hann virðist hafa marga menn, aðra höfðingja og landnámsmenn, undir sér og stýra þeim,“ sagði Bergsveinn.

Fréttin er byggð á frétt á menningarvef Rúv. 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir