Lestrarskýrslustyrkir eru nýjung í styrkjaflóru Miðstöðvarinnar

15. ágúst, 2019

Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur bætt nýjum flokki í styrkjaflóru sína. Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu. Þeir fá fagaðila til að lesa verkið á íslensku og skila áliti í skýrsluformi á sínu tungumáli.

Skáldverk skrifuð á íslensku fyrir fullorðna, börn og ungmenni, fræðibækur og bækur almenns efnis eru gjaldgeng og eingöngu erlendir útgefendur og umboðsmenn geta sótt um styrkinn. Koma þarf fram í umsókn um hvaða bók á að skrifa skýrslu og hver skrifar hana.

Lestrarskýrslustyrkjunum er ætlað að stuðla að fleiri þýðingum og útgáfu þeirra og styðja þannig við útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis.

Skýrslunni skal skilað til Miðstöðvar íslenskra bókmennta eigi síðar en 6 mánuðum eftir að styrkloforð fæst.

Umsóknarfrestir eru 15. febrúar og 15. september (16. september í ár) árlega. Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á ensku síðunni fjórum vikum fyrir næsta umsóknarfrest.

Svör við umsóknum um lesarastyrki berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir