Lestrarskýrslustyrkir eru nýjung í styrkjaflóru Miðstöðvarinnar

15. ágúst, 2019

Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur bætt nýjum flokki í styrkjaflóru sína. Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu. Þeir fá fagaðila til að lesa verkið á íslensku og skila áliti í skýrsluformi á sínu tungumáli.

Skáldverk skrifuð á íslensku fyrir fullorðna, börn og ungmenni, fræðibækur og bækur almenns efnis eru gjaldgeng og eingöngu erlendir útgefendur og umboðsmenn geta sótt um styrkinn. Koma þarf fram í umsókn um hvaða bók á að skrifa skýrslu og hver skrifar hana.

Lestrarskýrslustyrkjunum er ætlað að stuðla að fleiri þýðingum og útgáfu þeirra og styðja þannig við útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis.

Skýrslunni skal skilað til Miðstöðvar íslenskra bókmennta eigi síðar en 6 mánuðum eftir að styrkloforð fæst.

Umsóknarfrestir eru 15. febrúar og 15. september (16. september í ár) árlega. Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á ensku síðunni fjórum vikum fyrir næsta umsóknarfrest.

Svör við umsóknum um lesarastyrki berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.


Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir