Lestrarskýrslustyrkir eru nýjung í styrkjaflóru Miðstöðvarinnar

15. ágúst, 2019

Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur bætt nýjum flokki í styrkjaflóru sína. Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu. Þeir fá fagaðila til að lesa verkið á íslensku og skila áliti í skýrsluformi á sínu tungumáli.

Skáldverk skrifuð á íslensku fyrir fullorðna, börn og ungmenni, fræðibækur og bækur almenns efnis eru gjaldgeng og eingöngu erlendir útgefendur og umboðsmenn geta sótt um styrkinn. Koma þarf fram í umsókn um hvaða bók á að skrifa skýrslu og hver skrifar hana.

Lestrarskýrslustyrkjunum er ætlað að stuðla að fleiri þýðingum og útgáfu þeirra og styðja þannig við útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis.

Skýrslunni skal skilað til Miðstöðvar íslenskra bókmennta eigi síðar en 6 mánuðum eftir að styrkloforð fæst.

Umsóknarfrestir eru 15. febrúar og 15. september (16. september í ár) árlega. Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á ensku síðunni fjórum vikum fyrir næsta umsóknarfrest.

Svör við umsóknum um lesarastyrki berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir