Lög um endurgreiðslu vegna útgáfu bóka á íslensku hafa tekið gildi

Markmið laganna er að efla bókaútgáfu með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.

2. september, 2019

Lög þessi öðluðust gildi 1. janúar 2019 og koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023. Lögin heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti en þriggja manna nefnd fer yfir umsóknir og tekur afstöðu til þeirra samkv. 4. gr. laganna.

Allar upplýsingar og umsóknareyðublöð á vef Rannís .


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir