Uppfært 4. mars 2020: Bókamessunni í London aflýst!

Bókamessunni hefur verið aflýst vegna útbreiðslu kórónavírussins og fjölda þátttakenda sem hafa afboðað komu sína á messuna.

11. febrúar, 2020

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum á bókamessunni líkt og undanfarin ár. Básinn er númer 6F70 - verið öll velkomin!

Miðstöð íslenskra bókmennta á samnorrænum bás í London

Líkt og undanfarin ár standa bókmenntamiðstöðvar Norðurlandanna að sameiginlegum bás á bókamessunni í London. Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar auk Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku. Norræni básinn er númer 6F70.

Nýr bæklingur kynntur í London

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Í London leggur Miðstöðin áherslu á að kynna nýjan bækling, en hún hefur gert sambærilega bæklinga undanfarin fjögur ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum erlendis. Í bæklingnum í ár, Books from Iceland 2020, má m.a. finna skáldverk, glæpasögur og bækur almenns efnis fyrir alla aldurshópa, verðlaunabækur síðasta árs og lista yfir bækur sem seldar voru erlendum útgefendum á síðasta ári. Efni fyrri ára má finna hér.

London-Book-Fair---yfirlitsmynd

Fjöldi spennandi viðburða í Olympia

Bókamessan í London er nú haldin í 49. sinn og verður í Olympia sýningarhöllinni í vestur London. Sýnendur eru frá öllum heimshornum og um 25.000 fagaðilar á bókasviði frá 130 löndum sækja sýninguna á ári hverju. Einnig er fjöldi ráðstefna, fyrirlestra og pallborðsumræða haldinn í tengslum við sýninguna. Sjá nánar á vef messunnar.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir