Uppfært 4. mars 2020: Bókamessunni í London aflýst!

Bókamessunni hefur verið aflýst vegna útbreiðslu kórónavírussins og fjölda þátttakenda sem hafa afboðað komu sína á messuna.

11. febrúar, 2020

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum á bókamessunni líkt og undanfarin ár. Básinn er númer 6F70 - verið öll velkomin!

Miðstöð íslenskra bókmennta á samnorrænum bás í London

Líkt og undanfarin ár standa bókmenntamiðstöðvar Norðurlandanna að sameiginlegum bás á bókamessunni í London. Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar auk Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku. Norræni básinn er númer 6F70.

Nýr bæklingur kynntur í London

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Í London leggur Miðstöðin áherslu á að kynna nýjan bækling, en hún hefur gert sambærilega bæklinga undanfarin fjögur ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum erlendis. Í bæklingnum í ár, Books from Iceland 2020, má m.a. finna skáldverk, glæpasögur og bækur almenns efnis fyrir alla aldurshópa, verðlaunabækur síðasta árs og lista yfir bækur sem seldar voru erlendum útgefendum á síðasta ári. Efni fyrri ára má finna hér.

London-Book-Fair---yfirlitsmynd

Fjöldi spennandi viðburða í Olympia

Bókamessan í London er nú haldin í 49. sinn og verður í Olympia sýningarhöllinni í vestur London. Sýnendur eru frá öllum heimshornum og um 25.000 fagaðilar á bókasviði frá 130 löndum sækja sýninguna á ári hverju. Einnig er fjöldi ráðstefna, fyrirlestra og pallborðsumræða haldinn í tengslum við sýninguna. Sjá nánar á vef messunnar.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir