Uppfært 4. mars 2020: Bókamessunni í London aflýst!

Bókamessunni hefur verið aflýst vegna útbreiðslu kórónavírussins og fjölda þátttakenda sem hafa afboðað komu sína á messuna.

11. febrúar, 2020

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum á bókamessunni líkt og undanfarin ár. Básinn er númer 6F70 - verið öll velkomin!

Miðstöð íslenskra bókmennta á samnorrænum bás í London

Líkt og undanfarin ár standa bókmenntamiðstöðvar Norðurlandanna að sameiginlegum bás á bókamessunni í London. Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar auk Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku. Norræni básinn er númer 6F70.

Nýr bæklingur kynntur í London

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Í London leggur Miðstöðin áherslu á að kynna nýjan bækling, en hún hefur gert sambærilega bæklinga undanfarin fjögur ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum erlendis. Í bæklingnum í ár, Books from Iceland 2020, má m.a. finna skáldverk, glæpasögur og bækur almenns efnis fyrir alla aldurshópa, verðlaunabækur síðasta árs og lista yfir bækur sem seldar voru erlendum útgefendum á síðasta ári. Efni fyrri ára má finna hér.

London-Book-Fair---yfirlitsmynd

Fjöldi spennandi viðburða í Olympia

Bókamessan í London er nú haldin í 49. sinn og verður í Olympia sýningarhöllinni í vestur London. Sýnendur eru frá öllum heimshornum og um 25.000 fagaðilar á bókasviði frá 130 löndum sækja sýninguna á ári hverju. Einnig er fjöldi ráðstefna, fyrirlestra og pallborðsumræða haldinn í tengslum við sýninguna. Sjá nánar á vef messunnar.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir