Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessunni í London 10.-12. apríl

Sameiginlegur bás norrænu bókmenntakynningarstofanna er líkt og undanfarin ár númer 6F70.

28. mars, 2018 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með systurstofnunum á Norðurlöndunum á bókamessunni líkt og undanfarin ár. Básinn er númer 6F70 og allir eru velkomnir!

Miðstöð íslenskra bókmennta á samnorrænum bás í London

Líkt og undanfarin ár standa bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna nú að sameiginlegum bás á bókamessunni í London. Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar auk Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku.

Nýr bókalisti kynntur í London 

Í kynningarstarfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta (Míb) í London verður lögð áhersla á lista yfir bækur frá liðnu ári, en Miðstöðin hefur gert sambærilega lista undanfarin fjögur ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum erlendis. Lista fyrri ára má finna hér. Á listanum í ár má m.a. finna nýjar bækur, verðlaunabækur síðasta árs, bækur eftir unga, upprennandi höfunda og bækur sem nýlega hafa verið seldar erlendum útgefendum á síðasta ári. 

London-Book-Fair---yfirlitsmynd

Fjöldi spennandi viðburða í Olympia

Bókamessan í London er nú haldin í 47 sinn. Sýningarsvæði bókasýningarinnar í ár verður í Olympia, vestur London. Sýnendur eru frá öllum heimshornum og um 25.000 fagaðilar á bókasviði frá 130 löndum sækja sýninguna á ári hverju. Einnig er fjöldi ráðstefna, fyrirlestra og pallborðsumræða haldinn í tengslum við sýninguna eða rúmlega hundrað og fjörutíu viðburðir. Sjá nánar á vef messunnar.   

Básinn er númer 6F70

Norræni básinn á bókasýningunni í London er númer 6F70. Við hlökkum til að taka þar á móti unnendum íslenskra bókmennta og öllum þeim sem vilja kynnast þeim betur.


Allar fréttir

Íslendingar tjá sig með sögum - 11. janúar, 2019 Fréttir

„Fyrir höfunda sem koma frá svo smáu málsvæði þá eru þýðingar lífsnauðsyn, bæði út frá bókmenntalegum og jafnvel einnig fjárhagslegum sjónarmiðum. En mitt verkefni er fyrst og fremst að koma íslenskum bókmenntum á framfæri hér í Þýskalandi“ segir þýðandinn Tina Flecken.

Nánar

Tuttugu milljónum úthlutað til þýðinga á íslensku. Sífelld fjölgun umsókna og veittra styrkja. - 18. desember, 2018 Fréttir

79% landsmanna finnst mikilvægt að láta þýða erlendar bækur á íslensku.

 

Nánar

Allar fréttir