Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessunni í London 14.-16. mars

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með systurstofnunum á Norðurlöndunum á bókamessunni líkt og undanfarin ár. Básinn er númer 6F70.

22. febrúar, 2017

Bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna verða með sameiginlegan bás á bókamessunni í London, Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar með Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku.

  • LBF_2017_logo_blue_background

Norraeni-basinn

Miðstöð íslenskra bókmennta á samnorrænum bás í London

Líkt og undanfarin ár standa bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna nú að sameiginlegum bás á bókamessunni í London. Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar auk Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku.

Books-from-Iceland-2017---mynd

Nýr bókalisti kynntur í London 

Í kynningarstarfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta (Míb) í London verður lögð áhersla á lista yfir bækur frá liðnu ári, en Miðstöðin hefur gert sambærilega lista undanfarin fjögur ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum erlendis. Lista fyrri ára má finna hér. Á listanum í ár má m.a. finna nýjar bækur, verðlaunabækur síðasta árs, bækur eftir unga, upprennandi höfunda og bækur sem nýlega hafa verið seldar erlendum útgefendum á síðasta ári. Listinn verður kynntur í London.

London-Book-Fair---yfirlitsmynd

Fjöldi spennandi viðburða í Olympia

Bókamessan í London er nú haldin í 46 sinn. Sýningarsvæði bókasýningarinnar í ár verður í Olympia, vestur London. Sýnendur eru frá öllum heimshornum og um 25.000 fagaðilar á bókasviði frá 124 löndum sækja sýninguna á ári hverju. Einnig er fjöldi ráðstefna, fyrirlestra og pallborðsumræða haldinn í tengslum við sýninguna eða rúmlega hundrað og fjörutíu viðburðir. Sjá nánar á http://www.londonbookfair.co.uk

Básinn er númer 6F70

Norræni básinn á bókasýningunni í London er númer 6F70. Við hlökkum til að taka þar á móti unnendum íslenskra bókmennta og öllum þeim sem vilja kynnast þeim betur.

GMB-og-HHLBF_2017_logo_blue_background


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir