Umsóknarfrestur til 11. maí! Sérstök úthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, vegna heimsfaraldurs Covid-19

Umsóknarfrestur er til 11. maí 2020

24. apríl, 2020

Átaksverkefni í menningu og listum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis vorið 2020.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur veitt Miðstöð íslenskra bókmennta 38 milljóna viðbótarfé, samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Veittir verða styrkir sem styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði lista og menningar með áherslu á sköpun og virka þátttöku listamanna í menningarlífi landsmanna.

Umsóknareyðublöð eru hér.

Umsóknarfrestur er til 11. maí 2020.

Skilyrði fyrir styrkveitingu

• Verkefnið hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið fyrir 1. apríl 2021.

• Verkefnið uppfylli grunnmarkmið fjárfestingarátaksins um að styðja við eftirspurn og atvinnu til skamms tíma með arðbærum verkefnum.

• Sýnt sé fram á gildi verkefnis og mikilvægi þess fyrir landsmenn.

• Styrkveiting sé til undirbúnings, þróunar og framkvæmdar verkefnis.

• Ítarlegar upplýsingar liggi fyrir um verkefnið, auk kostnaðar- og tímaáætlunar þess.

• Ekki verða veittir styrkir til stofnana sem eru á fjárlögum ríkisins.

Mat á umsóknum og styrkir verða veittir á sama grundvelli og aðrir styrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Úthlutað verður fyrir 1. júní nk.

__________________________________________________________________

Árangur

Athygli er jafnframt vakin á að fjármála- og efnahagsráðuneyti mun taka saman skýrslu um hvernig tekist hafi til með fjárfestingarátakið og hvort settum markmiðum um að stuðla að því að flýta mannaflsfrekum og arðbærum verkefnum hafi verið náð. 

Ábyrgðaraðilar einstakra verkefna gera grein fyrir eftirfarandi forsendum sem voru lagðar til grundvallar átakinu:

· Hversu mörg störf voru sköpuð
· Hvernig var dreifing á störfum um landið
· Hvernig skiptust störf milli kynja
· Var styrkjum úthlutað með opnum og gagnsæjum hætti
· Var tekið mið af markmiðum um fjölbreytileika verkefna
· Að hve miklu leyti munu fjárveitingar vegna átaksins skapa svigrúm fyrir önnur verkefni á gildistíma fjármálaáætlunar.

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir