Miðstöð íslenskra bókmennta hluti af evrópsku samtökunum ENLIT

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur fengið inngöngu í samtökin ENLIT- European Network for Literary Translation

28. október, 2024

Samtökin eru skipuð 27 stofnunum um alla Evrópu sem eiga það sameiginlegt að styðja við og styrkja þýddar bókmenntir og stuðla að útbreiðslu þeirra. 

Árið 2022 varð Miðstöð íslenskra bókmennta boðin þátttaka í samtökunum ENLIT - European Network for Literary Translation. 

Samtökin samanstanda af óhagnaðardrifnum stofnunum og samtökum sem starfa innan Evrópu að því að styðja við og styrkja bókmennir og þýðingar þeirra og tryggja sýnileika þeirra. 

Markmið samtakanna er að vera vettvangur þar sem meðlimir geta deilt upplýsingum sín á milli um áhrifaríkar leiðir til að tryggja útbreiðslu bókmennta. Einnig er unnið að sameiginlegum verkefnum sem styðja við þá aðila sem koma að sköpun, útgáfu, þýðingu og dreifingu bókmennta. 

ENLIT hefur skipulagt viðburði á Frankfurt Book Fair, Guadalajara Book Fair, London Book Fair og Thessaloniki Book Fair. Samtökin funda formlega tvisvar á ári, annars vegar í Frankfurt í október og hins vegar á vorfundi, sem haldinn verður 2025 í Prag, Tékklandi. 

Frekari upplýsingar um ENLIT - European Network for Literary Translation

 


Allar fréttir

Árið 2024 hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 21. janúar, 2025 Fréttir

Árið 2024 var viðburðaríkt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Styrkir til þýðinga og útgáfu, ferðalög höfunda, bókamessur og flutningar settu svip sinn á árið og við tökum bjartsýn á móti nýju ári með ferskum bókum og spennandi áætlunum um fjölbreytt starf og útbreiðslu íslenskra bókmennta. 

Nánar

Lestrarskýrslustyrkir verða ekki veittir 2025 - 21. janúar, 2025 Fréttir

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur ákveðið að veita ekki lestrarskýrslustyrki á árinu 2025. 

Nánar

Ársfundur NordLit haldinn í Reykjavík - 20. janúar, 2025 Fréttir

Dagana 14.-17. janúar fór fram ársfundur NordLit og að þessu sinni var Miðstöð íslenskra bókmennta, gestgjafi fundarins. Á fundinum voru saman komnir 22 fulltrúar bókmenntamiðstöðva Norðurlandanna.

Nánar

Allar fréttir