Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka
Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.
Á myndinni eru nokkur verk sem áður hafa hlotið útgáfustyrki frá Miðstaöð íslenskra bókmennta
Útgáfustyrkir eru veittir árlega til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi. Í ár er úthlutað rúmlega 18 milljónir króna í útgáfustyrki til 37 verka.
Meðal verka sem hljóta útgáfustyrki eru:
Fröken Dúlla: ævisaga. Höfundur: Kristín Svava Tómasdóttir. Útgefandi: Benedikt
Skrifarar sem skreyttu handrit sín: Alþýðulist og skreytingar í handritum síðari alda. Höfundur: Kjartan Atli Ísleifsson. Útgefandi: Háskólaútgáfan
Myndasögur. Höfundar: Gunnar V. Andrésson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útgefandi: Forlagið
Út við ræði og ervið föng“. Einsöguleg rannsókn á ævi sjómannsins og alþýðuskáldsins Jóns Jónatanssonar. Höfundur: Harpa Rún Ásmundsdóttir. Útgefandi: Háskólaútgáfan
Piparmeyjar. Höfundur: Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir. Útgefandi: Forlagið
Guðmundur Elíasson myndhöggvari. Höfundur: Aðalsteinn Ingólfsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
Sjávarútvegur Íslendinga 1975-2025. Höfundar: Sigfús Jónsson og Sveinn Agnarsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
Smásögur, siðbót og útlendra manna gleði. Kvöldvökurnar 1794 eftir Hannes Finnsson. Ritstjóri: Ásdís Rósa Magnúsdóttir. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
"Hve aumir blindir þeir eru." Höfundur: Sumarliði R. Ísleifsson. Útgefandi: Háskólaútgáfan
Hug/renningar: um ljóð og frásagnir fyrr og nú. Höfundur: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. Útgefandi: Sæmundur / Sunnan 4
Fornbátar á Íslandi 2. Höfundur: Helgi M. Sigurðsson. Útgefandi: Skrudda ehf