Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka

13. maí, 2025

Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.

  • Mynd-med-frett-utgst-25

Á myndinni eru nokkur verk sem áður hafa hlotið útgáfustyrki frá Miðstaöð íslenskra bókmennta 

Útgáfustyrkir eru veittir árlega til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi. Í ár er úthlutað rúmlega 18 milljónir króna í útgáfustyrki til 37 verka. 

Meðal verka sem hljóta útgáfustyrki eru:

Fröken Dúlla: ævisaga. Höfundur: Kristín Svava Tómasdóttir. Útgefandi: Benedikt

Skrifarar sem skreyttu handrit sín: Alþýðulist og skreytingar í handritum síðari alda. Höfundur: Kjartan Atli Ísleifsson. Útgefandi: Háskólaútgáfan

Myndasögur. Höfundar: Gunnar V. Andrésson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útgefandi: Forlagið

Út við ræði og ervið föng“. Einsöguleg rannsókn á ævi sjómannsins og alþýðuskáldsins Jóns Jónatanssonar. Höfundur: Harpa Rún Ásmundsdóttir. Útgefandi: Háskólaútgáfan

Piparmeyjar. Höfundur: Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir. Útgefandi: Forlagið

Guðmundur Elíasson myndhöggvari. Höfundur: Aðalsteinn Ingólfsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Sjávarútvegur Íslendinga 1975-2025. Höfundar: Sigfús Jónsson og Sveinn Agnarsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Smásögur, siðbót og útlendra manna gleði. Kvöldvökurnar 1794 eftir Hannes Finnsson. Ritstjóri: Ásdís Rósa Magnúsdóttir. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

"Hve aumir blindir þeir eru." Höfundur: Sumarliði R. Ísleifsson. Útgefandi: Háskólaútgáfan

Hug/renningar: um ljóð og frásagnir fyrr og nú. Höfundur: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. Útgefandi: Sæmundur / Sunnan 4

Fornbátar á Íslandi 2. Höfundur: Helgi M. Sigurðsson. Útgefandi: Skrudda ehf

Hér má sjá allar úthlutanir útgáfustyrkja 2025


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir