Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til 40 verka

Bækur um sund, sálma, bíla, alþýðuskáld, eldgos, djass, bókmenntir, myndlist, sauðfé og ýmislegt fleira hljóta útgáfustyrki í ár.

26. maí, 2023

Í ár var úthlutað tæplega 22 milljónum króna í útgáfustyrki til 40 verka. Alls bárust 74 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 85 milljónir króna.

  • Utgafustyrkir-23
    Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið útgáfustyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Útgáfustyrkir eru veittir árlega til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi.

Í ár var úthlutað 21,6 milljónum króna í útgáfustyrki til 40 verka. Alls bárust 74 umsóknir og sótt var um rúmlega 85 milljónir króna.

Það kennir ýmissa grasa í viðfangsefnum þeirra verka sem hljóta styrki í ár;

Sundlaugamenning landans, sjálfbær ræktun, brúðugerð, myndlist, sauðfjárbúskapur í Reykjavík, brjóstmyndir, revíur, hinseginleiki og svo mætti lengi telja.

Meðal verka sem hljóta útgáfustyrki eru:

Alþýðuskáldin á Íslandi, saga um átök. Höfundur: Þórður Helgason. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Andlit til sýnis. Höfundar: Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir. Útgefandi: Sögufélag.

Sund. Höfundar: Katrín Snorradóttir & Valdimar Tr. Hafstein. Útgefandi: Forlagið

Börn í Reykjavík (vinnuheiti). Höfundur: Guðjón Friðriksson. Útgefandi: Barnavinafélagið Sumargjöf

Sjáandi sálir: Nýtt sjónarhorn á list Einars Jónssonar. Höfundur: Sigurður Trausti Traustason. Útgefandi: Listasafn Einars Jónssonar

Djasslíf. Höfundur: Tómas R. Einarsson. Útgefandi: Forlagið

Sýnisbók safneignar IX, Í mannsmynd. Höfundar og ritstjórn: Níels Hafstein & Unnar Örn J. Auðarson. Útgefandi: Safnasafnið

Komdu út. Höfundur: Bjarni Snæbjörnsson. Útgefandi: Forlagið

Allt grænt úr garðinum – matjurtarækt við íslenskar aðstæður. Höfundur: Hafsteinn Hafliðason. Útgefandi: Sögur útgáfa

Sauðfjárbúskapur í Reykjavík. Höfundur: Ólafur Dýrmundsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Samspil, Ragnari til heiðurs. Höfundar: Inga S. Ragnarsdóttir, Kristín G. Guðnadóttir og Unnar Örn J. Auðarson. Útgefandi: Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson (1923-1988)

Hér má sjá heildarúthlutun útgáfustyrkja 2023.

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir