Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til 54 verka

Bækur um sagnfræði, arkitektúr, tvítyngi, knattspyrnu, bókmenntir, myndlist, matarmenningu og ýmislegt fleira hljóta útgáfustyrki í ár.

12. maí, 2022

 Í ár var úthlutað 28 milljónum króna í útgáfustyrki til 54 verka. Alls bárust 72 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 75 milljónir króna. 

  • Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið útgáfustyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

 

Útgáfustyrkir eru veittir árlega til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi.

Í ár var úthlutað 28 milljónum króna í útgáfustyrki til 54 verka. Alls bárust 72 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 75 milljónir króna. 

Það kennir ýmissa grasa í viðfangsefnum þeirra verka sem hljóta styrki í ár; Morðmál á 18. öld, matarnytjar í íslenskri náttúru, arkitektúr, myndlist, saga íslenskra kommúnista, konungar Íslands, bókmenntir, hinsegin samtímalist, knattspyrna á Akranesi og svo mætti lengi telja.

Meðal verka sem hljóta útgáfustyrki eru:

Samband við söguna. Sögufélag í 120 ár. Höf. Íris Ellenberger og Arnór Gunnar Gunnarsson. Útgefandi: Sögufélag

Forðabúrið – matarnytjar í íslenskra náttúru. Höf. Styrmir Guðlaugsson. Útgefandi: Sögur útgáfa

Textílfélagið í 50 ár. Höf. Jón Proppé. Útgefandi: Textílfélagið.

Vegabréf: Íslenskt – Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó. Höf. Sigríður Víðis Jónsdóttir. Útgefandi: Forlagið

Hildur Hákonardóttir. Höf: Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur

Mannlíf í 60 ár (vinnuheiti). Höf. Rúnar Gunnarsson. Útgefandi: Nýhöfn

Tvítyngi. Höf. Birna Arnbjörnsdóttir. Ritstj. Ásdís R. Magnúsdóttir. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum málum.

Drífa Viðar Málari, rithöfundur, gagnrýnandi og baráttukona. Höf. Drífa Viðar. Ritstj. Auður Aðalsteinsdóttir

Veikur af gallsýki og óþverra. Lækningabók Jóns Bergsteds frá árunum 1828–1838. Halldóra Kristinsdóttir. Útgefandi: Háskólaútgáfan

Faldafreyjur Íslands. Höf. Guðrún Hildur Rósinkjær. Útgefandi: Annríki - þjóðbúningar og skart.

Ár og sprænur, Litlu sögurnar í hálfa samhenginu og Ranimosk. Höf. Einar Guðmundsson. Útgefandi: Ars Longa samtímalistasafn

Konurnar á Eyrarbakka. Höf. Jónína Óskarsdóttir. Útgefandi: Sæmundur bókaútgáfa

Ævisaga Guðrúnar Jónsdóttur (vinnutitill). Höf. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir. Útgefandi: Forlagið

Syng mín sál – 40 söngvar úr íslenskum handritum. Höf. Árni Heimir Ingólfsson. Útgefandi: Bjartur & Veröld

Babýlon við Dýrafjörð. Höf. Árni Snævarr. Útgefandi: Forlagið 

Hér má sjá heildarúthlutun útgáfustyrkja 2022.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir