Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka

Örnefni, Hallgrímur Pétursson, Rauði krossinn, listdans, arkitektúr og hernámsæskan eru meðal umfjöllunarefna í þeim verkum sem hljóta útgáfustyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í ár.

3. maí, 2024

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

  • Á myndinni má sjá verk sem áður hafa hlotið útgáfustyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Útgáfustyrkir eru veittir árlega til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi. 

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna. 

Meðal verka sem hljóta útgáfustyrki eru:

Rauði krossinn á Íslandi - 100 ára saga. Höfundur: Guðjón Friðriksson. Útgefandi: Drápa og Rauði krossinn á Íslandi

Gengið til friðar. Höfundur: Árni Hjartarson. Útgefandi: Skrudda

Tákn lands og þjóðar. Höfundur: Hörður Lárusson. Útgefandi: Angústúra

Byr í segl. Úrval greina um örnefni eftir Þórhall Vilmundarson. Ritstjórar: Guðrún Þórhallsdóttir, Aðalsteinn Hákonarson og Emily Lethbridge. Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Sveinn Kjarval, húsgagnaarkitekt. Höfundur: Arndís S. Árnadóttir. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

1787 - tímamótaárið gleymda (vinnuheiti). Höfundur: Margrét Gunnarsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

Listakonur sem ryðja sína eigin braut. Höfundur: Becky Elizabeth Forsythe. Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur

Á bókmenntarófinu. Athuganir. Höfundur: Ástráður Eysteinsson. Útgefandi: KIND útgáfa

Líf með Íslandi. Höfundur: Helena Kadečkova. Útgefandi: Sæmundur

Hér má skoða allar úthlutanir ársins 2024

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir