Mikil gleði á Bókamessunni í Gautaborg

29. september, 2022

Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 22.-25. september og voru íslenskar bókmenntir áberandi, bæði í dagskrá hátíðarinnar og á íslenska básnum, en Miðstöð íslenskra bókmennta skipulagði þátttökuna.

Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 22.-25. september og voru íslenskir höfundar og bækur þeirra áberandi. Rithöfundarnir Guðrún Eva Mínervudóttir og Einar Kárason tóku þátt í nokkrum viðburðum ásamt þýðanda sínum John Swedenmark - í samstarfi við útgefendur þeirra í Svíþjóð og Miðstöð íslenskra bókmennta. Miðstöðin sá einnig um íslenska básinn, með stuðningi Íslandsstofu, þar sem gestir gátu skoðað nýjar íslenskar bækur og íslenskar bókmenntir í sænskum þýðingum. Íslenska sendiráðið í Svíþjóð hélt móttöku á opnunardegi messunnar.

Í ár var Suður-Afríka heiðursland og bókmenntir Úkraínu voru í sviðsljósinu undir heitinu Raddir frá Úkraínu. Þema ársins var loftslagsvandinn og glæpasögur fengu einnig aukið rými í dagskránni. Viðburðirnir á messunni voru fjölbreyttir og var fjöldi gesta alla dagana frá morgni til kvöld og mikil ánægja meðal þeirra að geta aftur sótt messuna heim eftir Covid-19. 


  • Islenski-basinn
  • Islenskar-baekur-a-saensku
  • Gudrun-Eva-i-umraedum-med-tveimur-saenskum-hofundum
  • IMG-6147
  • IMG_1125
  • Gudrun-Eva-Minervudottir-med-saenskum-utgefendum-sinum-hja-Flo-forlag-og-John-Swedenmark-thydanda
  • IMG_1108
  • Hrefna-Haraldsdottir-framkvaemdastjori-Midstodvar-islenskra-bokmennta
  • Pallbord-John-Swedenmark-Audur-Magnusdottir-og-Einar-Karason-raeddu-blodsuthellingar-a-13.-old-og-Sturlungu
  • Gudrun-Eva-aritar-bok-sina-Astin-Texas-sem-kom-ut-fyrir-stuttu-a-saensku
  • Loftslagsmal-var-eitt-af-themum-messunnar-i-ar-og-Eva-Tunberg-flutti-avorp
  • Stormfuglar-Thung-sky-og-Aprilsolarkuldi-a-saensku
  • EK-og-JS
  • Sendiherra-Islands-i-Svithjod-helt-mottoku-a-basnum
  • JS-ad-lesa
  • Folk-ad-lesa
  • Fullt-af-folki
  • Nordiskir-meistarar
















 


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir