Mikil gleði á Bókamessunni í Gautaborg

29. september, 2022

Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 22.-25. september og voru íslenskar bókmenntir áberandi, bæði í dagskrá hátíðarinnar og á íslenska básnum, en Miðstöð íslenskra bókmennta skipulagði þátttökuna.

Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 22.-25. september og voru íslenskir höfundar og bækur þeirra áberandi. Rithöfundarnir Guðrún Eva Mínervudóttir og Einar Kárason tóku þátt í nokkrum viðburðum ásamt þýðanda sínum John Swedenmark - í samstarfi við útgefendur þeirra í Svíþjóð og Miðstöð íslenskra bókmennta. Miðstöðin sá einnig um íslenska básinn, með stuðningi Íslandsstofu, þar sem gestir gátu skoðað nýjar íslenskar bækur og íslenskar bókmenntir í sænskum þýðingum. Íslenska sendiráðið í Svíþjóð hélt móttöku á opnunardegi messunnar.

Í ár var Suður-Afríka heiðursland og bókmenntir Úkraínu voru í sviðsljósinu undir heitinu Raddir frá Úkraínu. Þema ársins var loftslagsvandinn og glæpasögur fengu einnig aukið rými í dagskránni. Viðburðirnir á messunni voru fjölbreyttir og var fjöldi gesta alla dagana frá morgni til kvöld og mikil ánægja meðal þeirra að geta aftur sótt messuna heim eftir Covid-19. 


  • Islenski-basinn
  • Islenskar-baekur-a-saensku
  • Gudrun-Eva-i-umraedum-med-tveimur-saenskum-hofundum
  • IMG-6147
  • IMG_1125
  • Gudrun-Eva-Minervudottir-med-saenskum-utgefendum-sinum-hja-Flo-forlag-og-John-Swedenmark-thydanda
  • IMG_1108
  • Hrefna-Haraldsdottir-framkvaemdastjori-Midstodvar-islenskra-bokmennta
  • Pallbord-John-Swedenmark-Audur-Magnusdottir-og-Einar-Karason-raeddu-blodsuthellingar-a-13.-old-og-Sturlungu
  • Gudrun-Eva-aritar-bok-sina-Astin-Texas-sem-kom-ut-fyrir-stuttu-a-saensku
  • Loftslagsmal-var-eitt-af-themum-messunnar-i-ar-og-Eva-Tunberg-flutti-avorp
  • Stormfuglar-Thung-sky-og-Aprilsolarkuldi-a-saensku
  • EK-og-JS
  • Sendiherra-Islands-i-Svithjod-helt-mottoku-a-basnum
  • JS-ad-lesa
  • Folk-ad-lesa
  • Fullt-af-folki
  • Nordiskir-meistarar
















 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir