Mikil gleði á Bókamessunni í Gautaborg

29. september, 2022

Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 22.-25. september og voru íslenskar bókmenntir áberandi, bæði í dagskrá hátíðarinnar og á íslenska básnum, en Miðstöð íslenskra bókmennta skipulagði þátttökuna.

Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 22.-25. september og voru íslenskir höfundar og bækur þeirra áberandi. Rithöfundarnir Guðrún Eva Mínervudóttir og Einar Kárason tóku þátt í nokkrum viðburðum ásamt þýðanda sínum John Swedenmark - í samstarfi við útgefendur þeirra í Svíþjóð og Miðstöð íslenskra bókmennta. Miðstöðin sá einnig um íslenska básinn, með stuðningi Íslandsstofu, þar sem gestir gátu skoðað nýjar íslenskar bækur og íslenskar bókmenntir í sænskum þýðingum. Íslenska sendiráðið í Svíþjóð hélt móttöku á opnunardegi messunnar.

Í ár var Suður-Afríka heiðursland og bókmenntir Úkraínu voru í sviðsljósinu undir heitinu Raddir frá Úkraínu. Þema ársins var loftslagsvandinn og glæpasögur fengu einnig aukið rými í dagskránni. Viðburðirnir á messunni voru fjölbreyttir og var fjöldi gesta alla dagana frá morgni til kvöld og mikil ánægja meðal þeirra að geta aftur sótt messuna heim eftir Covid-19. 


  • Islenski-basinn
  • Islenskar-baekur-a-saensku
  • Gudrun-Eva-i-umraedum-med-tveimur-saenskum-hofundum
  • IMG-6147
  • IMG_1125
  • Gudrun-Eva-Minervudottir-med-saenskum-utgefendum-sinum-hja-Flo-forlag-og-John-Swedenmark-thydanda
  • IMG_1108
  • Hrefna-Haraldsdottir-framkvaemdastjori-Midstodvar-islenskra-bokmennta
  • Pallbord-John-Swedenmark-Audur-Magnusdottir-og-Einar-Karason-raeddu-blodsuthellingar-a-13.-old-og-Sturlungu
  • Gudrun-Eva-aritar-bok-sina-Astin-Texas-sem-kom-ut-fyrir-stuttu-a-saensku
  • Loftslagsmal-var-eitt-af-themum-messunnar-i-ar-og-Eva-Tunberg-flutti-avorp
  • Stormfuglar-Thung-sky-og-Aprilsolarkuldi-a-saensku
  • EK-og-JS
  • Sendiherra-Islands-i-Svithjod-helt-mottoku-a-basnum
  • JS-ad-lesa
  • Folk-ad-lesa
  • Fullt-af-folki
  • Nordiskir-meistarar
















 


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir