Mikill fjöldi umsókna barst um styrki vegna átaksverkefnis stjórnvalda

Sérstök úthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, vegna heimsfaraldurs Covid-19

12. maí, 2020 Fréttir

Alls bárust 257 umsóknir frá um 200 umsækjendum. Úthlutað verður fyrir 1. júní.

Mánudaginn 11. maí, rann út umsóknarfrestur um styrki vegna sérstakrar úthlutunar í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveirunnar.

Alls bárust 257 umsóknir um styrki frá um 200 umsækjendum og er því ljóst að þörfin er greinilega mikil fyrir viðbótarfé í núverandi ástandi. Sótt er um fyrir fjölbreytt verkefni á mörgum sviðum bókmennta og bókmenningar.

Úthlutun verður lokið fyrir 1. júní.


Allar fréttir

Þýðendasíða með lista yfir virka þýðendur úr íslensku á erlend mál - 24. júní, 2020 Fréttir

Á síðunni má finna upplýsingar um þýðendurna, menntun þeirra og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Markússon og Halla Þórlaug Óskarsdóttir - 4. júní, 2020 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina.

Nánar

Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Þvottadagur - 28. maí, 2020 Fréttir

Verðlaunin voru afhent í fjórða sinn í Þjóðarbókhlöðunni þann 27. maí.

Nánar

Allar fréttir