Mikill fjöldi umsókna barst um styrki vegna átaksverkefnis stjórnvalda

Sérstök úthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, vegna heimsfaraldurs Covid-19

12. maí, 2020

Alls bárust 257 umsóknir frá um 200 umsækjendum. Úthlutað verður fyrir 1. júní.

Mánudaginn 11. maí, rann út umsóknarfrestur um styrki vegna sérstakrar úthlutunar í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveirunnar.

Alls bárust 257 umsóknir um styrki frá um 200 umsækjendum og er því ljóst að þörfin er greinilega mikil fyrir viðbótarfé í núverandi ástandi. Sótt er um fyrir fjölbreytt verkefni á mörgum sviðum bókmennta og bókmenningar.

Úthlutun verður lokið fyrir 1. júní.


Allar fréttir

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Allar fréttir