Mikill fjöldi umsókna barst um styrki vegna átaksverkefnis stjórnvalda

Sérstök úthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, vegna heimsfaraldurs Covid-19

12. maí, 2020 Fréttir

Alls bárust 257 umsóknir frá um 200 umsækjendum. Úthlutað verður fyrir 1. júní.

Í gær, mánudaginn 11. maí, rann út umsóknarfrestur um styrki vegna sérstakrar úthlutunar í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveirunnar.

Alls bárust 257 umsóknir um styrki frá um 200 umsækjendum og er því ljóst að þörfin er greinilega mikil fyrir viðbótarfé í núverandi ástandi. Sótt er um fyrir fjölbreytt verkefni á mörgum sviðum bókmennta og bókmenningar.

Úthlutun verður lokið fyrir 1. júní.


Allar fréttir

Tilkynnt um aukaúthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 36 milljónum króna veitt til 45 verkefna af margvíslegum toga - 29. maí, 2020 Fréttir

Meðal styrktra verkefna eru ritstörf, útgáfa, þýðingar, hlaðvörp, bókmenntaviðburðir, vefir, hljóðbókagerð, ritsmiðjur, námskeiðahald og fleira.

Nánar

Fjölbreyttar bækur um náttúru, byggingalist, bókmenntir, sagnfræði, tungumál og fleira fá útgáfustyrki - 14. maí, 2020 Fréttir

Mikil gróska einkenndi umsóknir um útgáfustyrkina í ár sem endurspeglast í úthlutuninni. Von er á fjölbreyttum og spennandi fræðibókum og bókum almenns efnis á næstu misserum.

Nánar

Allar fréttir