Mikill fjöldi umsókna barst um styrki vegna átaksverkefnis stjórnvalda

Sérstök úthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, vegna heimsfaraldurs Covid-19

12. maí, 2020 Fréttir

Alls bárust 257 umsóknir frá um 200 umsækjendum. Úthlutað verður fyrir 1. júní.

Mánudaginn 11. maí, rann út umsóknarfrestur um styrki vegna sérstakrar úthlutunar í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveirunnar.

Alls bárust 257 umsóknir um styrki frá um 200 umsækjendum og er því ljóst að þörfin er greinilega mikil fyrir viðbótarfé í núverandi ástandi. Sótt er um fyrir fjölbreytt verkefni á mörgum sviðum bókmennta og bókmenningar.

Úthlutun verður lokið fyrir 1. júní.


Allar fréttir

Höfundasíða er komin í loftið! - 14. október, 2020 Fréttir

Á höfundasíðunni má finna upplýsingar um íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í erlendum þýðingum. Þar er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. Upplýsingarnar eru á ensku til kynningar erlendis.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um þýðingastyrki. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember. - 16. október, 2020 Fréttir

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit sem og vandaðar, myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. 

Nánar

Nýtt myndband með tíu íslenskum rithöfundum - 16. október, 2020 Fréttir

Tíu rithöfundar ræða íslenskar bókmenntir á Gljúfrasteini. Myndbandið er á ensku, framleiðandi er Íslandsstofa og leikstjóri Einar Egilsson.

Nánar

Allar fréttir