Mikill meirihluti vill lesa nýjar erlendar bókmenntir í íslenskum þýðingum

16. nóvember, 2020

Tæp 80% landsmanna telja mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku, jafnframt lesa fleiri nú einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, borið saman við könnun í fyrra.

Það er greinilegt að íslenskan er mikilvæg í huga þjóðarinnar. Í nýrri lestrarkönnun kemur m.a. fram að tæplega 80% landsmanna telja mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku og jafnframt lesa fleiri nú einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, borið saman við könnun í fyrra.

Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við sex aðila á bókmenntasviðinu lét nýlega gera könnun á lestri Íslendinga. Allt um könnunina hér.

Fleiri lesa nú eingöngu eða aðallega á íslensku

Um 62% landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli og hefur hlutfallið örlítið breyst frá liðnu ári. Um 18% les jafnoft á íslensku og öðru tungumáli, 16% lesa oftar á öðru máli en íslensku og 2% lesa einungis á öðru tungumáli.

Mynd-3_1605281273957

Mynd 3. Niðurstöður fyrir spurninguna Lest þú á íslensku eða öðru tungumáli?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.

Mikilvægt að þýða bækur á íslensku!

Það er ánægjulegt að sjá að um 80% svarenda telji mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Þar eru konur í meirihluta og svarendur 65 ára og eldri.

Mikilvaegt-ad-thyda-baekur-a-isl_1605525704520

Miðstöðin veitir styrki til þýðinga á íslensku 

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á íslensku til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit sem og vandaðar, myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. 

 


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 13. maí, 2025 Fréttir

Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.

Nánar

Úthlutað úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 fjölbreytt verk fyrir yngri lesendur hljóta styrki - 13. maí, 2025 Fréttir

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. 

Nánar

19 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; verðlaunaverk, sígild og ný skáldverk - 13. maí, 2025 Fréttir

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Nánar

Allar fréttir