Mikill meirihluti vill lesa nýjar erlendar bókmenntir í íslenskum þýðingum

16. nóvember, 2020

Tæp 80% landsmanna telja mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku, jafnframt lesa fleiri nú einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, borið saman við könnun í fyrra.

Það er greinilegt að íslenskan er mikilvæg í huga þjóðarinnar. Í nýrri lestrarkönnun kemur m.a. fram að tæplega 80% landsmanna telja mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku og jafnframt lesa fleiri nú einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, borið saman við könnun í fyrra.

Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við sex aðila á bókmenntasviðinu lét nýlega gera könnun á lestri Íslendinga. Allt um könnunina hér.

Fleiri lesa nú eingöngu eða aðallega á íslensku

Um 62% landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli og hefur hlutfallið örlítið breyst frá liðnu ári. Um 18% les jafnoft á íslensku og öðru tungumáli, 16% lesa oftar á öðru máli en íslensku og 2% lesa einungis á öðru tungumáli.

Mynd-3_1605281273957

Mynd 3. Niðurstöður fyrir spurninguna Lest þú á íslensku eða öðru tungumáli?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.

Mikilvægt að þýða bækur á íslensku!

Það er ánægjulegt að sjá að um 80% svarenda telji mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Þar eru konur í meirihluta og svarendur 65 ára og eldri.

Mikilvaegt-ad-thyda-baekur-a-isl_1605525704520

Miðstöðin veitir styrki til þýðinga á íslensku 

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á íslensku til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit sem og vandaðar, myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. 

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir