Mikill meirihluti vill lesa nýjar erlendar bókmenntir í íslenskum þýðingum

16. nóvember, 2020

Tæp 80% landsmanna telja mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku, jafnframt lesa fleiri nú einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, borið saman við könnun í fyrra.

Það er greinilegt að íslenskan er mikilvæg í huga þjóðarinnar. Í nýrri lestrarkönnun kemur m.a. fram að tæplega 80% landsmanna telja mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku og jafnframt lesa fleiri nú einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, borið saman við könnun í fyrra.

Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við sex aðila á bókmenntasviðinu lét nýlega gera könnun á lestri Íslendinga. Allt um könnunina hér.

Fleiri lesa nú eingöngu eða aðallega á íslensku

Um 62% landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli og hefur hlutfallið örlítið breyst frá liðnu ári. Um 18% les jafnoft á íslensku og öðru tungumáli, 16% lesa oftar á öðru máli en íslensku og 2% lesa einungis á öðru tungumáli.

Mynd-3_1605281273957

Mynd 3. Niðurstöður fyrir spurninguna Lest þú á íslensku eða öðru tungumáli?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.

Mikilvægt að þýða bækur á íslensku!

Það er ánægjulegt að sjá að um 80% svarenda telji mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Þar eru konur í meirihluta og svarendur 65 ára og eldri.

Mikilvaegt-ad-thyda-baekur-a-isl_1605525704520

Miðstöðin veitir styrki til þýðinga á íslensku 

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á íslensku til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit sem og vandaðar, myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. 

 


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir