NordLit fundur haldinn í Osló dagana 15.-17. janúar

Norska bókmenntamiðstöðin NORLA var gestgjafi á árlegum samstarfsfundi NordLit sem eru samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna.

3. febrúar, 2020

Systurstofnanirnar í NordLit eiga gott og gjöfult samstarf með það sameiginlega markmið að efla sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta með ýmsum hætti - og geta lært mikið hver af annarri.

  • IMG_6554

Hittast árlega á vinnufundi

Haldinn er einn sameiginlegur vinnufundur starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, til skiptis í höfuðborgum landanna.

IMG_6287

Hverjir eru í  NordLit?

Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta eru eftirtaldar miðstöðvar í samtökunum: Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, FarLit í Færeyjum, Statens Kulturråd/Swedish Arts Council í Svíþjóð og Slots-og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku og Greenlit í Grænlandi. 

Osló í ár

Að þessu sinni var fundurinn í Osló 15.-17. janúar og Norla, norska bókmenntakynningamiðstöðin, sá um undirbúning og skipulag fundarins. 29 starfsmenn og stjórnendur tóku þátt í fundinum fyrir hönd sjö miðstöðva. Fundirnir fóru fram á skrifstofum NORLA í miðborg Oslóar og var fjallað um ýmis mál er lúta að starfsemi bókmenntamiðstöðvanna, skipst á hugmyndum og leitað leiða til að skerpa á, efla og styrkja starfsemina og útbreiðslu bókmenntanna í víðum skilningi. 

IMG_6589

NORLA kynnti heiðursþátttökuna 

Að þessu sinni fékk hópurinn góða kynningu NORLA á  vönduðum  undirbúningi og framkvæmd heiðursþátttökunnar í Frankfurt haustið 2019, sem NORLA hafði umsjón með og tókst afar vel. Formaður norskra bókaútgefenda mætti á fundinn og kynnti útgáfuna þar í landi og fleira. 

IMG_6274

IMG_6604Alfreð Nóbel og nýja listasafnið 

Einnig heimsótti hópurinn Friðarverðlaunasetur Alfreðs Nóbel og fengu leiðsögn um nýja listasafnið í Osló sem opnar á næsta ári. 

Samvinna innan NordLit á mörgum sviðum

Meðal samstarfsverkefna NordLit er sameiginlegur bás  Norðurlandanna á bókamessunum í London og í Bologna, og NordLit skipuleggur auk þess ýmis samvinnuverkefni, þýðendaþing, útgefendaskipti, starfsmannaskipti, útgáfu safnrita og fleira. 

Norrænir þýðingastyrkir 

Hopmynd_1580474893650

Jafnframt vinnur NordLit saman að styrkveitingum til þýðinga á norræn mál og annast danska bókmenntamiðstöðin - Statens Kunstråd (Kunst.dk) utanumhald norrænna þýðingastyrkja fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún útdeilir styrkfénu til hinna systurskrifstofanna, sem veita styrkina í sínu landi. 

Ákveðið var að næsti NordLit fundur fari fram í Kaupmannahöfn 12.-14. janúar 2021.
 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir