NordLit fundur haldinn í Osló dagana 15.-17. janúar

Norska bókmenntamiðstöðin NORLA var gestgjafi á árlegum samstarfsfundi NordLit sem eru samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna.

3. febrúar, 2020 Fréttir

Systurstofnanirnar í NordLit eiga gott og gjöfult samstarf með það sameiginlega markmið að efla sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta með ýmsum hætti - og geta lært mikið hver af annarri.

  • IMG_6554

Hittast árlega á vinnufundi

Haldinn er einn sameiginlegur vinnufundur starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, til skiptis í höfuðborgum landanna.

IMG_6287

Hverjir eru í  NordLit?

Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta eru eftirtaldar miðstöðvar í samtökunum: Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, FarLit í Færeyjum, Statens Kulturråd/Swedish Arts Council í Svíþjóð og Slots-og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku og Greenlit í Grænlandi. 

Osló í ár

Að þessu sinni var fundurinn í Osló 15.-17. janúar og Norla, norska bókmenntakynningamiðstöðin, sá um undirbúning og skipulag fundarins. 29 starfsmenn og stjórnendur tóku þátt í fundinum fyrir hönd sjö miðstöðva. Fundirnir fóru fram á skrifstofum NORLA í miðborg Oslóar og var fjallað um ýmis mál er lúta að starfsemi bókmenntamiðstöðvanna, skipst á hugmyndum og leitað leiða til að skerpa á, efla og styrkja starfsemina og útbreiðslu bókmenntanna í víðum skilningi. 

IMG_6589

NORLA kynnti heiðursþátttökuna 

Að þessu sinni fékk hópurinn góða kynningu NORLA á  vönduðum  undirbúningi og framkvæmd heiðursþátttökunnar í Frankfurt haustið 2019, sem NORLA hafði umsjón með og tókst afar vel. Formaður norskra bókaútgefenda mætti á fundinn og kynnti útgáfuna þar í landi og fleira. 

IMG_6274

IMG_6604Alfreð Nóbel og nýja listasafnið 

Einnig heimsótti hópurinn Friðarverðlaunasetur Alfreðs Nóbel og fengu leiðsögn um nýja listasafnið í Osló sem opnar á næsta ári. 

Samvinna innan NordLit á mörgum sviðum

Meðal samstarfsverkefna NordLit er sameiginlegur bás  Norðurlandanna á bókamessunum í London og í Bologna, og NordLit skipuleggur auk þess ýmis samvinnuverkefni, þýðendaþing, útgefendaskipti, starfsmannaskipti, útgáfu safnrita og fleira. 

Norrænir þýðingastyrkir 

Hopmynd_1580474893650

Jafnframt vinnur NordLit saman að styrkveitingum til þýðinga á norræn mál og annast danska bókmenntamiðstöðin - Statens Kunstråd (Kunst.dk) utanumhald norrænna þýðingastyrkja fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún útdeilir styrkfénu til hinna systurskrifstofanna, sem veita styrkina í sínu landi. 

Ákveðið var að næsti NordLit fundur fari fram í Kaupmannahöfn 12.-14. janúar 2021.
 


Allar fréttir

Nýju verkefni hleypt af stokkunum: Höfundaheimsóknir í framhaldsskóla. Lestrarhvatning og skemmtun í senn. - 5. febrúar, 2020 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú hleypt af stokkunum verkefni sem ber heitið höfundaheimsóknir í framhaldsskóla, þar sem rithöfundar heimsækja skólana, hitta nemendur í kennslustund og ræða við þá um bækur sínar.

Nánar

„Íslenskan breytti lífi mínu. Þeim mun meira sem ég lærði og las, þeim mun betur skildi ég að þetta er landið mitt.“ - 5. febrúar, 2020 Fréttir

John Swedenmark en einn ötulasti þýðandi íslenskra bókmennta á sænsku og hér segir hann frá fyrstu kynnum sínum af íslenskunni, ást á ljóðum og mikilvægi þýðinga fyrir bókmenntirnar í viðtali við Magnús Guðmundsson.

Nánar

Allar fréttir