Norræn menning í brennidepli hjá Southbank Centre allt árið 2017, undir yfirskriftinni Nordic Matters

Southbank Centre er stærsta menningarmiðstöð Bretlands og stendur við hinn líflega suðurbakka Thames árinnar í miðborg London.

28. nóvember, 2016

Southbank Centre er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Nordic Matters með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni, sendiráðum Norðurlandanna í London, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og listamiðstöðvum landanna.

 

Norræn menning og listir verða í brennidepli hjá Southbank Centre í London árið 2017 á menningarhátíðinni Nordic Matters. Southbank Centre er stærsta menningarmiðstöð Bretlands og stendur við hinn líflega suðurbakka Thames árinnar í miðborg London. Boðið verður upp á fjölbreytta norræna menningardagskrá á sviðum bókmennta, tónlistar, dans, myndlistar, hönnunar, tísku, matvæla og arkitektúrs, auk þess sem hægt verður að sækja fjölda fyrirlestra og málstofa.

Hátíðin opnar þann 13. janúar 2017 þar sem dagskráin verður formlega kynnt en þátttakendur munu einnig bætast við í hópinn reglulega yfir árið. Southbank Centre mun hefja norræna menningarárið með vetrarhátíð í desember þar sem lóðinni umhverfis miðstöðina verður breytt í norrænt landslag með hundruðum jólatrjáa auk jólamarkaðar.

Nordic Matters mun vinna með þrjú viðfangsefni: börn og ungt fólk, jafnrétti kynjanna og sjálfbærni og verða þau öll spunnin inn í lista- og menningarhátíðir miðstöðvarinnar allt árið 2017. Southbank Centre er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Nordic Matters með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni, sendiráðum Norðurlandanna í London, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og listamiðstöðvum landanna.

Það er sannkallaður heiður fyrir Bretland og Southbank Centre að hafa orðið fyrir valinu að skipuleggja Nordic Matters árið 2017. Norðurlöndin hafa lengi verið fremst í flokki að koma á samfélagsbreytingum, allt frá málefnum ungs fólks til umhverfismála og jafnrétti kynjanna. Nálgun þeirra að mennta- og menningarmálum er í takt við trú Southbank Centre að listir geti breytt lífi fólks til hins betra“ sagði Jude Kelly CBElistrænn stjórnandi Southbank Centre.

Nánari upplýsingar um Nordic Matters má finna hér.

#NordicMatters @southbankcentre.

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir