Íslenskir útgefendur geta sótt um norræna þýðingastyrki til þýðinga yfir á íslensku

Þegar þýða á úr norrænum málum yfir á íslensku skal sækja um styrk í upprunaland bókarinnar sem um ræðir. Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar hins vegar þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál.

9. október, 2017

Þegar þýða á úr norrænum málum yfir á íslensku skal sækja um styrk í upprunaland bókarinnar sem um ræðir. Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar hins vegar þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál.

Þýðingar úr íslensku á norræn mál

Danska bókmenntakynningarstofan - Statens Kunstråd (Kunst.dk) annast utanumhald norrænna þýðingastyrkja fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún útdeilir styrkfénu til systurskrifstofa á Norðurlöndum - NordLit. 

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar norrænum þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Umsóknarfrestir: 15. febrúar og 15. september. 

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • Kynning á þýðanda og útgefnum verkum hans.
  • Samningur við íslenskan rétthafa verksins.
  • Samningur við þýðanda verksins.


Svör við umsóknum um norræna þýðingarstyrki berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Þýðingar úr norrænum málum á íslensku

Sækja skal um styrk til þýðinga úr norrænu máli í hvert upprunaland fyrir sig. 

Athugið að umsóknarfrestur eru mismunandi eftir löndum.

Hér fyrir neðan eru tenglar á síður systurskrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum ásamt upplýsingum um umsóknarfresti og tengiliðum sem veita upplýsingar um styrkumsóknir:

DANMÖRK

Anne-Marie Rasmussen, Slots- og Kulturstyrelsen +45 3373 3373.
Umsóknarfrestir: 1.3 og 15.9. 
www.kunst.dk. Bein slóð hér.

GRÆNLAND

Juaaka Lyberth, Grønlands Forfatterforening. 
Umsóknarfrestir: 1.4 og 1.10
atuakkiortut.gl. Bein slóð hér.

FÆREYJAR

Urd Johannesen, Faroese Literature (FarLit). 
Umsóknarfrestir: 1.4. og 1.10. 
www.farlit.fo/grants.

FINNLAND

Johanna Pitkänen, FILI +358 40 5820975. 
Umsóknarfrestir: 1.2., 1.5. og 1.11. 
www.finlit.fi/fili. Bein slóð hér.

NOREGUR

Torill Johansen, NORLA, +47 23 08 41 07. 
Umsóknarfrestir fyrir fagurbókmenntir: 1.4, 1.8 og 15.11. 
Umsóknarfrestir fyrir fræðirit: 1.2, 1.6 og 1.10. 
www.norla.no Bein slóð hér.

SAMALAND

Samisk kunstnerråd
www.samidaiddar.no Bein slóð hér.

SVÍÞJÓÐ

Susanne Bergström Larsson, Statens kulturråd, +46-8-519 264 83. 
Umsóknarfrestir: 1.2., 1.5 og 1.10. 
www.kulturradet.se. Bein slóð hér.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir