Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar taka höndum saman á tímum kórónuveirunnar

Styðja við þýðingar norrænna bókmennta

5. maí, 2020

Norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði.

Í ljósi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa norrænu bókmenntamiðstöðvarnar, NordLit, mótað sameiginlega stefnu sem miðar að því að norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði. Þetta er gert til að hvetja útgefendur um allan heim til áframhaldandi þýðinga og útgáfu á norrænum skáldskap, fræðiritum, bókum almenns efnis og barna- og ungmennabókum og bregðast þannig við áhrifum ástandsins á bókaútgáfu og störf höfunda og þýðenda.

Íslenskir útgefendur sem íhuga að gefa út norrænar bækur í íslenskum þýðingum eru hvattir til að kynna sér málið og ólíka umsóknarfresti Norðurlandanna:

Danish Arts Foundation
www.kunst.dk/english

FarLit
www.farlit.fo

FILI -Finnish Literature Exchange
www.finlit.fi/fili

Icelandic Literature Center
www.islit.is/en

NORLA Norwegian Literature Abroad
www.norla.no

Swedish Arts Council/Swedish Literature Exchange
www.swedishliterature.se


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir