Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar taka höndum saman á tímum kórónuveirunnar

Styðja við þýðingar norrænna bókmennta

5. maí, 2020

Norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði.

Í ljósi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa norrænu bókmenntamiðstöðvarnar, NordLit, mótað sameiginlega stefnu sem miðar að því að norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði. Þetta er gert til að hvetja útgefendur um allan heim til áframhaldandi þýðinga og útgáfu á norrænum skáldskap, fræðiritum, bókum almenns efnis og barna- og ungmennabókum og bregðast þannig við áhrifum ástandsins á bókaútgáfu og störf höfunda og þýðenda.

Íslenskir útgefendur sem íhuga að gefa út norrænar bækur í íslenskum þýðingum eru hvattir til að kynna sér málið og ólíka umsóknarfresti Norðurlandanna:

Danish Arts Foundation
www.kunst.dk/english

FarLit
www.farlit.fo

FILI -Finnish Literature Exchange
www.finlit.fi/fili

Icelandic Literature Center
www.islit.is/en

NORLA Norwegian Literature Abroad
www.norla.no

Swedish Arts Council/Swedish Literature Exchange
www.swedishliterature.se


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir