Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar taka höndum saman á tímum kórónuveirunnar

Styðja við þýðingar norrænna bókmennta

5. maí, 2020

Norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði.

Í ljósi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa norrænu bókmenntamiðstöðvarnar, NordLit, mótað sameiginlega stefnu sem miðar að því að norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði. Þetta er gert til að hvetja útgefendur um allan heim til áframhaldandi þýðinga og útgáfu á norrænum skáldskap, fræðiritum, bókum almenns efnis og barna- og ungmennabókum og bregðast þannig við áhrifum ástandsins á bókaútgáfu og störf höfunda og þýðenda.

Íslenskir útgefendur sem íhuga að gefa út norrænar bækur í íslenskum þýðingum eru hvattir til að kynna sér málið og ólíka umsóknarfresti Norðurlandanna:

Danish Arts Foundation
www.kunst.dk/english

FarLit
www.farlit.fo

FILI -Finnish Literature Exchange
www.finlit.fi/fili

Icelandic Literature Center
www.islit.is/en

NORLA Norwegian Literature Abroad
www.norla.no

Swedish Arts Council/Swedish Literature Exchange
www.swedishliterature.se


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir