Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar taka höndum saman á tímum kórónuveirunnar

Styðja við þýðingar norrænna bókmennta

5. maí, 2020 Fréttir

Norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði.

Í ljósi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa norrænu bókmenntamiðstöðvarnar, NordLit, mótað sameiginlega stefnu sem miðar að því að norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði. Þetta er gert til að hvetja útgefendur um allan heim til áframhaldandi þýðinga og útgáfu á norrænum skáldskap, fræðiritum, bókum almenns efnis og barna- og ungmennabókum og bregðast þannig við áhrifum ástandsins á bókaútgáfu og störf höfunda og þýðenda.

Íslenskir útgefendur sem íhuga að gefa út norrænar bækur í íslenskum þýðingum eru hvattir til að kynna sér málið og ólíka umsóknarfresti Norðurlandanna:

Danish Arts Foundation
www.kunst.dk/english

FarLit
www.farlit.fo

FILI -Finnish Literature Exchange
www.finlit.fi/fili

Icelandic Literature Center
www.islit.is/en

NORLA Norwegian Literature Abroad
www.norla.no

Swedish Arts Council/Swedish Literature Exchange
www.swedishliterature.se


Allar fréttir

Tilkynnt um aukaúthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 36 milljónum króna veitt til 45 verkefna af margvíslegum toga - 29. maí, 2020 Fréttir

Meðal styrktra verkefna eru ritstörf, útgáfa, þýðingar, hlaðvörp, bókmenntaviðburðir, vefir, hljóðbókagerð, ritsmiðjur, námskeiðahald og fleira.

Nánar

Fjölbreyttar bækur um náttúru, byggingalist, bókmenntir, sagnfræði, tungumál og fleira fá útgáfustyrki - 14. maí, 2020 Fréttir

Mikil gróska einkenndi umsóknir um útgáfustyrkina í ár sem endurspeglast í úthlutuninni. Von er á fjölbreyttum og spennandi fræðibókum og bókum almenns efnis á næstu misserum.

Nánar

Mikill fjöldi umsókna barst um styrki vegna átaksverkefnis stjórnvalda - 12. maí, 2020 Fréttir

Alls bárust 257 umsóknir frá um 200 umsækjendum. Úthlutað verður fyrir 1. júní.

Nánar

Allar fréttir