Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar taka höndum saman á tímum kórónuveirunnar

Styðja við þýðingar norrænna bókmennta

5. maí, 2020

Norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði.

Í ljósi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa norrænu bókmenntamiðstöðvarnar, NordLit, mótað sameiginlega stefnu sem miðar að því að norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði. Þetta er gert til að hvetja útgefendur um allan heim til áframhaldandi þýðinga og útgáfu á norrænum skáldskap, fræðiritum, bókum almenns efnis og barna- og ungmennabókum og bregðast þannig við áhrifum ástandsins á bókaútgáfu og störf höfunda og þýðenda.

Íslenskir útgefendur sem íhuga að gefa út norrænar bækur í íslenskum þýðingum eru hvattir til að kynna sér málið og ólíka umsóknarfresti Norðurlandanna:

Danish Arts Foundation
www.kunst.dk/english

FarLit
www.farlit.fo

FILI -Finnish Literature Exchange
www.finlit.fi/fili

Icelandic Literature Center
www.islit.is/en

NORLA Norwegian Literature Abroad
www.norla.no

Swedish Arts Council/Swedish Literature Exchange
www.swedishliterature.se


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir