Blómabreiður Eggerts fá fyrstu verðlaun

31. mars, 2010

Bókin Flora Islandica fremst í flokki útgáfuverka 2009 í árlegri hönnunarkeppni.

Flora IslandicaHönnuðirnir Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir fengu nýverið fyrstu verðlaun í flokki útgáfuverka 2009 fyrir hönnun sína á bókinni Flora Islandica sem forlagið Crymogea gaf út fyrir rúmu ári. Keppnin heitir fullu nafni Intercontinental Advertising Cup og var komið á laggirnar árið 2007 til að dæma milli þeirra verka í hönnun og auglýsingagerð sem skarað hefðu framúr að dómi fagfélaga í sínu landi og í sinni heimsálfu. Aðeins verk sem hafa komist í verðlaunasæti í sinni heimsálfu fá að taka þátt í þessari úrvalskeppni. Snæfríð og Hildigunnur kepptu sem fulltrúar úr ADC*E keppninni, eða Art Director's Club of Europe, gegn verkum frá annarri samevrópskri keppni, New European Golden Drum, og fulltrúum þess besta í hönnun og auglýsingagerð í Asíu og Suður-Ameríku. Í hópi miðlunar (Best of Media) varð vinna þeirra við hönnun bókarinnar Flora Islandica talin best í flokki útgáfuverka (Best of Publications).

Flora Islandica er eina íslenska verkið sem komist hefur í The Cup Awards keppnina frá því henni var komið á laggirnar og þar af leiðandi eina íslenska verkið sem unnið hefur þar til verðlauna.

Bókin Flora Islandica er safn teikninga Eggerts Péturssonar af 270 háplöntum íslenskrar flóru. Eggert vann teikningarnar árin 1982 til 1983 fyrir bókina Íslensk flóra með litmyndum eftir Ágúst H. Bjarnason sem kom út árið 1983. Eggert Pétursson er einn kunnasti og virtasti samtímalistamaður Íslendinga.

 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir