Íslensk ljóðlist gefin út á Indlandi

7. apríl, 2010

Ljóð eftir Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson þýdd á hindí og bengölsku.

Bókaútgáfan Ögurstund-Forlag stóð nýverið fyrir útgáfu tveggja ljóðasafna á Indlandi. Annarsvegar var um að ræða safn 24 ljóða eftir skáldkonuna Gerði Kristnýju, hins vegar safn jafnmargra ljóða eftir Sigurð Pálsson.  Voru þau gefin út á  hindí og bengölsku í samvinnu við indverska forlagið Rajkamal Prakashan. Bókmenntasjóður styrkti þýðinguna.

Útgáfan verður sú fyrsta sinnar tegundar, því ekki er vitað til að nokkur íslenskur höfundur hafi áður verið þýddur á hindí. Safn ljóða Gerðar Kristnýjar ber heitið Nýársmorgun (á hindí Naye Warsh Ki Subah, bengölsku Notun Bachharer Sakal), en safn ljóða Sigurðar heitið Hjartsláttur (á hindí Dhadkan, bengölsku Hritspandan).

Tilefni bókaútgáfunnar var þátttaka þeirra Gerðar og Sigurðar í fjórða alþjóðlega ljóðskáldaþinginu, sem haldið var í Kalkútta á Indlandi í janúar.  Í kjölfarið ákvað Ögurstund að  ráðast í útgáfuna í samvinnu við Geetesh Sharma, einn af framámönnum International Bengali Poetry Festival.  Tvö ljóðskáld sáu um þýðinguna, Kusum Jain þýddi á Hindí og Kheya Sarkar á bengölsku. 


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir