„Ég hugsa aldrei, ég skrifa bara“

20. apríl, 2010

,,Ísland er fátt annað en náttúra, með manneskjum á stangli'' segir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur í viðtali sem birtist á Sagenhaftes Ísland vefnum á föstudaginn.

„Ísland er fátt annað en náttúra, með manneskjum á stangli,“ segir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur í væntanlegu viðtali hér á vefnum. Þar svarar hann spurningum um náttúruna í verkum sínum og nýjasta íslenska handritið, sem er skýrslan um hrunið uppá 2600 blaðsíður. Hann er hinsvegar ófáanlegur að ræða að ráði þá bók sem hann er að vinna að núna.

jonk1jonk3jonk2 

 

„Maður á ekki að tala, heldur skrifa.“

- Þú hugsaðir samt sem áður þessa stóru sögu, Himnaríki og helvíti, Harm englanna, í þremur bindum er það ekki, var það ákveðið frá upphafi?

„Ég hugsa aldrei, ég skrifa bara. Ég er smali sem er búinn að týna kindunum og skrifa í staðinn,“ segir Jón Kalman.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir