Fékk loftriffil í jólagjöf

4. maí, 2010

„Enginn ætlar sér í raun og veru að verða rithöfundur. Það gerist bara“ segir Þórarinn Leifsson rithöfundur og myndlistarmaður í stórskemmtilegri grein. Hann fékk á dögunum viðurkenningu menntaráðs Reykjavíkurborgar fyrir bókina Bókasafn Ömmu Huldar.

Þórarinn Leifsson„Enginn ætlar sér í raun og veru að verða rithöfundur. Það gerist bara“ segir Þórarinn Leifsson rithöfundur og myndlistarmaður í stórskemmtilegri grein. Hann fékk á dögunum viðurkenningu menntaráðs Reykjavíkurborgar fyrir bókina Bókasafn Ömmu Huldar. Fyrsta skáldsaga hans handa börnum, Leyndarmál Pabba, kom út árið 2007 á Íslandi. Hún hefur verið þýdd og gefin út í Þýskalandi og Danmörku. 

Ég ætlaði mér aldrei að verða rithöfundur þótt ég hafi alist upp á menningarheimili þar sem popptónlist var bönnuð nema þegar faðir minn fékk sér í glas á stórhátíðum og kom út úr skápnum sem trylltur Stóns aðdáandi. 

Systkini mín æfðu sig á torkennileg hljóðfæri bak við luktar dyr, átján klukkustundir á dag. Einu sinni sigaði nágranninn á okkur lögreglunni. Hann hélt því fram að skelfileg óhljóð bærust frá íbúðinni og sést hefði til barns sem ráfaði á milli herbergja með riffil í fanginu. Faðir minn hafði nefnilega gefið mér loftriffil í jólagjöf.“

Sjá alla greinina hér: Forlagið


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir