Fékk loftriffil í jólagjöf
„Enginn ætlar sér í raun og veru að verða rithöfundur. Það gerist bara“ segir Þórarinn Leifsson rithöfundur og myndlistarmaður í stórskemmtilegri grein. Hann fékk á dögunum viðurkenningu menntaráðs Reykjavíkurborgar fyrir bókina Bókasafn Ömmu Huldar.

„Ég ætlaði mér aldrei að verða rithöfundur þótt ég hafi alist upp á menningarheimili þar sem popptónlist var bönnuð nema þegar faðir minn fékk sér í glas á stórhátíðum og kom út úr skápnum sem trylltur Stóns aðdáandi.
Systkini mín æfðu sig á torkennileg hljóðfæri bak við luktar dyr, átján klukkustundir á dag. Einu sinni sigaði nágranninn á okkur lögreglunni. Hann hélt því fram að skelfileg óhljóð bærust frá íbúðinni og sést hefði til barns sem ráfaði á milli herbergja með riffil í fanginu. Faðir minn hafði nefnilega gefið mér loftriffil í jólagjöf.“
Sjá alla greinina hér: Forlagið