Kleppur er víða

5. maí, 2010

Hvíta bókin, eftir Einar Má Guðmundsson fær stórfínar viðtökur í Danmörku og Þýskalandi. ,,Krísa kapítalismans'' eins og einn gagnrýnandi bendir á, er fráleitt bundin við Ísland.

einarmarHvíta bókin, eftir Einar Má Guðmundsson fær stórfínar viðtökur í Danmörku og Þýskalandi. „Krísa kapitalismans,“ eins og einn gagnrýnandi bendir á, er fráleitt bundin við Ísland. Hvíta bókin sé „Kennslustund í því hvernig hversu illa getur farið þegar þú gengur alla leið.“

Í þýskum fjölmiðlum hefur þýðing Gudrun Marie Hanneck-Klos – sem ber titilinn Svona rústar maður þjóð: Sagan af hruni Íslands / Wie man ein Land in den Abgrund fuehrt: Die Geschichte von Islands Ruin – víða ratað í fréttir  um núverandi stöðu Íslands. Í Der Spiegel birtist til að mynda grein undir fyrirsögninni „Orfeus í skuldaheimum“ þar sem segir:

Hann segist ekki vilja predika, en heldur því þó fram að flestir Íslendingar séu hamingjusamari í dag en á tímum góðærisbólunnar – að engu sé líkara en að fargi hafi verið létt af fólki.

Þá hafði Das Parlament, málgagn þýska þingsins, þetta af bókinni að segja:

Lýsing Einars Más á hruninu er 208 blaðsíðna reiðilestur – deilurit. Höfundurinn hálfsextugi er einn þekktasti penni Íslands; þegar hann tekur til máls sperrir fólk eyrun, og hér talar hann fyrir munn fjölmargra reiðra Íslendinga. Bókin er áhugaverð í lýsingum sínum á spilltu tengslaneti viðskipta- og stjórnmálaheimsins, í litlu samfélagi sem aðeins telur 320.000 íbúa. Lesandinn fræðist um framferði „fjármálabarónanna“ sem ferðuðust um á einkaþotum, og réðu Elton John og 50 Cent í samkvæmi sín.

Og í austurríska ríkisútvarpinu, ORF:

Einar Már segist áratugum saman hafa lítinn þátt tekið í stjórnmálum. Kreppan gerði hann, ásamt kollega sínum Hallgrími Helgasyni, að málpípu mótmælahreyfingarinnar sem beitti sér gegn gömlu stjórninni. Kannski var það engin tilviljun að tveir rithöfundar skyldu standa í fremstu víglínu búsáhaldabyltingarinnar svokölluðu, rétt eins og Václav Havel fór fyrir flauelsbyltingunni í Prag tuttugu árum áður. Í báðum tilfellum hafði heilt kerfi glatað trúverðugleika sínum.

Framúrskarandi ritgerðir um krísu kapítalismans

Einar Már hefur einatt notið mikillar velgegngni í Danmörku. Hér eru brot úr dómum dönsku stórblaðana um Hvítu bókina:

„Bókin hrífur mann með sér, hlusta skal þegar einn fremsti núlifandi rithöfundur Íslands kveður sér hljóðs.“

**** Martin Krogh Andersen, Berlingske Tidende


„Framúrskarandi ritgerðir um krísu kapítalismans ... Hvíta bókin er ákaflega vel skrifuð bók ... rammar inn á ótrúlega nákvæman hátt umræðuna um efnahagsástandið, sem fer nú einnig fram í Danmörku.“

***** Poul Aarøe Pedersen, Politiken

 

„Af næstum froðufellandi losta gegnumlýsir  Einar Már Guðmundsson kapítalíska óra þjóðar sinnar ... en mælskulist hans, gamansöm og full vandlætingar, er hressandi ... Hvíta bókin er til fyrirmyndar ... kennslustund í því hvernig hversu illa getur farið þegar þú gengur alla leið.“

Henrik Wivel, Weekendavisen


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir