Höfundar á söguslóðum

25. maí, 2010

Þrjú þýsk ungskáld hafa ferðast um Ísland síðustu daga og sótt sér innblástur í landið og sögur þess.

Þrjú þýsk ungskáld hafa ferðast um Ísland síðustu daga og sótt sér innblástur í landið og sögur þess. Þau hafa meðal annars heimsótt Gljúfrastein, hús Halldórs Laxness og hitt Einar Kárason rithöfund í Perlunni, fyrir utan gönguferðir og sjósund í Nauthólsvík. Þessir höfundar eru Nora Gomringer, Finn Ole Heinrich og Bas Böttcher frá Þýskalandi. Með þeim í för voru Íslendingarnir Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóri DNA. Eftir ferðina er hugmyndin að skáldin byggi á reynslu sinni úr Íslandsferðinni og semji verk sem verði undir áhrifum frá íslenskum bókmenntum. Þessi verk verða flutt á bókmenntahátíðum víða um Þýskaland í aðdraganda bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2011.

Á fimmtudaginn 27.maí verður tekið ofurlítið forskot á sæluna, þegar hópurinn les upp á Næsta bar í Reykjavík, ásamt þeim Kristínu Svövu Tómasdóttur og Hildi Lilliendahl.

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðalagi skáldanna.

SagaIMG_7601SagaIMG_7607SagaIMG_7637

SagaIMG_7616SagaIMG_7625SagaIMG_7676

Saga – Slam verkefnið er samstarfsverkefni Sagenhaftes Island og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir