Höfundar á söguslóðum

25. maí, 2010

Þrjú þýsk ungskáld hafa ferðast um Ísland síðustu daga og sótt sér innblástur í landið og sögur þess.

Þrjú þýsk ungskáld hafa ferðast um Ísland síðustu daga og sótt sér innblástur í landið og sögur þess. Þau hafa meðal annars heimsótt Gljúfrastein, hús Halldórs Laxness og hitt Einar Kárason rithöfund í Perlunni, fyrir utan gönguferðir og sjósund í Nauthólsvík. Þessir höfundar eru Nora Gomringer, Finn Ole Heinrich og Bas Böttcher frá Þýskalandi. Með þeim í för voru Íslendingarnir Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóri DNA. Eftir ferðina er hugmyndin að skáldin byggi á reynslu sinni úr Íslandsferðinni og semji verk sem verði undir áhrifum frá íslenskum bókmenntum. Þessi verk verða flutt á bókmenntahátíðum víða um Þýskaland í aðdraganda bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2011.

Á fimmtudaginn 27.maí verður tekið ofurlítið forskot á sæluna, þegar hópurinn les upp á Næsta bar í Reykjavík, ásamt þeim Kristínu Svövu Tómasdóttur og Hildi Lilliendahl.

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðalagi skáldanna.

SagaIMG_7601SagaIMG_7607SagaIMG_7637

SagaIMG_7616SagaIMG_7625SagaIMG_7676

Saga – Slam verkefnið er samstarfsverkefni Sagenhaftes Island og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir