Höfundar á söguslóðum

25. maí, 2010

Þrjú þýsk ungskáld hafa ferðast um Ísland síðustu daga og sótt sér innblástur í landið og sögur þess.

Þrjú þýsk ungskáld hafa ferðast um Ísland síðustu daga og sótt sér innblástur í landið og sögur þess. Þau hafa meðal annars heimsótt Gljúfrastein, hús Halldórs Laxness og hitt Einar Kárason rithöfund í Perlunni, fyrir utan gönguferðir og sjósund í Nauthólsvík. Þessir höfundar eru Nora Gomringer, Finn Ole Heinrich og Bas Böttcher frá Þýskalandi. Með þeim í för voru Íslendingarnir Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóri DNA. Eftir ferðina er hugmyndin að skáldin byggi á reynslu sinni úr Íslandsferðinni og semji verk sem verði undir áhrifum frá íslenskum bókmenntum. Þessi verk verða flutt á bókmenntahátíðum víða um Þýskaland í aðdraganda bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2011.

Á fimmtudaginn 27.maí verður tekið ofurlítið forskot á sæluna, þegar hópurinn les upp á Næsta bar í Reykjavík, ásamt þeim Kristínu Svövu Tómasdóttur og Hildi Lilliendahl.

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðalagi skáldanna.

SagaIMG_7601SagaIMG_7607SagaIMG_7637

SagaIMG_7616SagaIMG_7625SagaIMG_7676

Saga – Slam verkefnið er samstarfsverkefni Sagenhaftes Island og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir