Stórbrotin náttúra

28. maí, 2010

Í júní kemur út bók um eldsumbrotin í Eyjafjallajökli eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson

EYJAFJALLAJOKULL_front_coverAri Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson hafa síðastliðinn mánuð unnið að bók um eldsumbrotin í Eyjafjallajökli. Hún er væntanleg í bókabúðir þann 4. júni og kemur út á íslensku og ensku undir titlinum Eyjafjallajökull – Stórbrotin náttúra / Eyjafjallajökull – Untamed Nature.  Bókaforlagið Uppheimar gefur út.

Í bókinni er gosinu lýst í máli og myndum, frá upphafi eldsumbrotanna til dagsins í dag, ásamt almennum fróðleik um eldvirkni á Íslandi. Áhrif eldgossins innanlands sem utan eru tíunduð. Það hefur valdið umtalsverðu tjóni á íslenskum landbúnaðarsvæðum og truflað alþjóðasamgöngur eins og kunnugt er.

Gosið var áberandi í heimsfréttunum þegar sem mest lét. Ljósmynd bókarkápunnar birtist meðal annars á forsíðu dagblaðsins New York Times, ásamt viðtali við Ragnar (sem finna má hér). Hann á nær allar myndir í bókinni en annar myndhöfundur er Sigurður Stefnisson.

eyjafjallajokull1eyjafjallajokull2eyjafjallajokull3

Ari Trausti og Ragnar hafa unnið saman að mörgum bókum um íslensk náttúrufyrirbrigði. Ari er víðkunnur jarðfræðingur, bæði hér á landi og erlendis, og hefur skrifað fjölda bóka um íslenska náttúru. Ragnar er á meðal þekktustu ljósmyndara landsins. Sérsvið hans er náttúruljósmyndun af ýmsu tagi og hafa myndir hans birst víða um heim. Saman stofnuðu þeir bókaútgáfuna Arctic Books árið 1996 og gáfu meðal annars út bókina Vatnajökull – Frost og funi / Ice on fire um Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir