Stórbrotin náttúra

28. maí, 2010

Í júní kemur út bók um eldsumbrotin í Eyjafjallajökli eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson

EYJAFJALLAJOKULL_front_coverAri Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson hafa síðastliðinn mánuð unnið að bók um eldsumbrotin í Eyjafjallajökli. Hún er væntanleg í bókabúðir þann 4. júni og kemur út á íslensku og ensku undir titlinum Eyjafjallajökull – Stórbrotin náttúra / Eyjafjallajökull – Untamed Nature.  Bókaforlagið Uppheimar gefur út.

Í bókinni er gosinu lýst í máli og myndum, frá upphafi eldsumbrotanna til dagsins í dag, ásamt almennum fróðleik um eldvirkni á Íslandi. Áhrif eldgossins innanlands sem utan eru tíunduð. Það hefur valdið umtalsverðu tjóni á íslenskum landbúnaðarsvæðum og truflað alþjóðasamgöngur eins og kunnugt er.

Gosið var áberandi í heimsfréttunum þegar sem mest lét. Ljósmynd bókarkápunnar birtist meðal annars á forsíðu dagblaðsins New York Times, ásamt viðtali við Ragnar (sem finna má hér). Hann á nær allar myndir í bókinni en annar myndhöfundur er Sigurður Stefnisson.

eyjafjallajokull1eyjafjallajokull2eyjafjallajokull3

Ari Trausti og Ragnar hafa unnið saman að mörgum bókum um íslensk náttúrufyrirbrigði. Ari er víðkunnur jarðfræðingur, bæði hér á landi og erlendis, og hefur skrifað fjölda bóka um íslenska náttúru. Ragnar er á meðal þekktustu ljósmyndara landsins. Sérsvið hans er náttúruljósmyndun af ýmsu tagi og hafa myndir hans birst víða um heim. Saman stofnuðu þeir bókaútgáfuna Arctic Books árið 1996 og gáfu meðal annars út bókina Vatnajökull – Frost og funi / Ice on fire um Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir