Sögur af landi

31. maí, 2010

„Frábær ferð og góðir ferðafélagar“ segir Bergur Ebbi Benediktsson um ljóðaslamm ferðalagið á dögunum.

DoriOgNoraFyrsta áfanga Saga – Slam lauk í liðinni viku með upplestri á Næsta bar í Reykjavík. Þetta er viðburður sem Sagenhaftes Island verkefnið skipulagði. Þrjú þýsk ungskáld ferðuðust um Ísland að sækja sér innblástur í landið og sögu þess. Skáldin eru Nora Gomringer, Finn-Ole Heinrich og Bas Böttcher frá Þýskalandi og með þeim í för voru Íslendingarnir Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóri DNA frá Íslandi.

Ferðin var ævintýraleg, allt frá heimsókn í Gljúfrastein, og frá Landnámssetrinu í Borgarnesi til svartnættis undir Eyjafjöllum í þann mund sem eldgosið í Eyjafjallajökli var í rénun.

Það var auðheyrt á Næsta bar að skáldin og söngvararnir voru uppnuminn eftir ferðina. Þau fluttu ljóð, sögur, söngva og rapp fyrir fullu húsi ásamt ljóðskáldunum Kristínu Svövu Tómasdóttur og Hildi Lilliendahl. Þau munu svo nota sér efniviðinn frekar í verk sín á næstunni, skrif og blogg á netinu, og halda svo áfram ferðinni með upplestrum í Þýskaland á næsta ári.

„Ferðin var mjög skemmtileg“ segir Bergur Ebbi Benediktsson. „Þótt ég hafi farið þetta allt áður þá er svo skemmtilegt að upplifa landið með nýju fólki. Við gátum útskýrt margt fyrir þeim í fornsögunum, sögðum örugglega einhverja vitleysu líka eins og gengur! Það er mjög algengt að útlendingar rugli þessu öllu saman, fornsögunum, norrænni goðafræði, álfum og huldufólki. Ég held að okkur hafi svona í sameiningu tekist að flokka þetta þokkalega vel. Við viljum öll nálgast einhvern kjarna, svona frumkraftinn í þessum sagnaarfi og vinna með hann. Við komumst ekki hjá því að skoða til dæmis ýkjurnar í stíl Íslendingasagna og hvernig það tengist þjóðrembingi og stælum í Íslendingum, sem er áberandi enn þann dag í dag.“

Saga – Slam verkefnið er samstarfsverkefni Sagenhaftes Island og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir