Íslensk ritsnilld – taktu þátt í valinu!

8. júní, 2010

Á bókasýningunni í Frankfurt hefur skapast sú hefð að heiðursgestur sýningarinnar afhendir þeirri þjóð sem tekur við nafnbótinni sérstakt kefli, með áletruðum tillvitnunum í bókmenntir frá viðkomandi löndum.

Á bókasýningunni í Frankfurt hefur skapast sú hefð að heiðursgestur sýningarinnar afhendir þeirri þjóð sem tekur við nafnbótinni sérstakt kefli á lokadegi hennar. Á keflið eru ritaðar tilvitnanir í bókmenntir frá viðkomandi löndum. Kínverjar höfðu þarna nokkur sígild kínversk ljóð, og Argentínumenn, sem eru heiðursgestir í ár, vitna í verk eftir skáldið J.L. Borges. Nú auglýsum við eftir hugmyndum að því hvað Íslendingar ættu að letra á keflið. Hvaða tilvitnun ætti að nota af þessu tilefni, sem eins konar táknmynd íslenskra bókmennta?

Okkur hjá Sagenhaftes Island, verkefninu sem stýrir þátttöku Íslands í Bókasýningunni 2011, þætti vænt um að fá hugmyndir að því hvað ætti að standa á keflinu. Allt kemur til greina: Fornbókmenntir eða nútímabókmenntir, ljóð eða laust mál, en lengdin á helst að vera 5-10 línur. Tillögur má senda á netfangið: info@sagenhaftes-island.is. Ef margar skemmtilegar tillögur berast munum við birta þær hér á vefsíðunni, www.sagenhaftes-island.is. Í júlí verður svo valin tilvitnunin sem letruð verður á keflið. Við hvetjum alla hina fjölmörgu lesendur síðunnar til að taka þátt í þessari óformlegu samkeppni um íslenska ritsnilld!

aska-plakatlitid



Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir