Íslensk ritsnilld – taktu þátt í valinu!

8. júní, 2010

Á bókasýningunni í Frankfurt hefur skapast sú hefð að heiðursgestur sýningarinnar afhendir þeirri þjóð sem tekur við nafnbótinni sérstakt kefli, með áletruðum tillvitnunum í bókmenntir frá viðkomandi löndum.

Á bókasýningunni í Frankfurt hefur skapast sú hefð að heiðursgestur sýningarinnar afhendir þeirri þjóð sem tekur við nafnbótinni sérstakt kefli á lokadegi hennar. Á keflið eru ritaðar tilvitnanir í bókmenntir frá viðkomandi löndum. Kínverjar höfðu þarna nokkur sígild kínversk ljóð, og Argentínumenn, sem eru heiðursgestir í ár, vitna í verk eftir skáldið J.L. Borges. Nú auglýsum við eftir hugmyndum að því hvað Íslendingar ættu að letra á keflið. Hvaða tilvitnun ætti að nota af þessu tilefni, sem eins konar táknmynd íslenskra bókmennta?

Okkur hjá Sagenhaftes Island, verkefninu sem stýrir þátttöku Íslands í Bókasýningunni 2011, þætti vænt um að fá hugmyndir að því hvað ætti að standa á keflinu. Allt kemur til greina: Fornbókmenntir eða nútímabókmenntir, ljóð eða laust mál, en lengdin á helst að vera 5-10 línur. Tillögur má senda á netfangið: info@sagenhaftes-island.is. Ef margar skemmtilegar tillögur berast munum við birta þær hér á vefsíðunni, www.sagenhaftes-island.is. Í júlí verður svo valin tilvitnunin sem letruð verður á keflið. Við hvetjum alla hina fjölmörgu lesendur síðunnar til að taka þátt í þessari óformlegu samkeppni um íslenska ritsnilld!

aska-plakatlitid



Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir