Bankster til Þýskalands

16. júní, 2010

Bókaútgáfan Ormstunga hefur samið um sölu á þýðingarrétti skáldsögunnar Bankster eftir Guðmund Óskarsson til þýska forlagsins Frankfurter Verlagsanstalt (FVA) í Frankfurt am Main. Bókin kemur út haustið 2011.

Bókaútgáfan Ormstunga hefur samið um sölu á þýðingarrétti skáldsögunnar Bankster eftir Guðmund Óskarsson til þýska forlagsins Frankfurter Verlagsanstalt (FVA) í Frankfurt am Main. Bókin kemur út haustið 2011. Guðmundur fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009 fyrir söguna.

Að sögn þýska forleggjarans, Dr. Joachim Unseld, fellur Bankster einstaklega vel að útgáfustefnu forlagsins. Þetta er gamalgróið og virt útgáfufyrirtæki. Það gefur árlega út fáar en vel valdar bækur eftir afbragðshöfunda og einbeitir sér ekki síst að kröftugum og hæfileikaríkum ungum höfundum sem vænta má mikils af í náinni framtíð. Síðustu ár hefur forlagið vakið athygli fyrir að synda móti straumnum með því að hafa uppi á óvenjulegum röddum í heimi bókmenntanna, bæði í Þýskalandi og öðrum löndum, og sporna við vaxandi „skammlífisáráttu“ bókamarkaðarins af öllum kröftum.

Guðmundur Óskarsson verður þá kominn í góðan félagsskap: Bodo Kirchhoff, Ernst-Wilhelm Händler, Thomas von Steinaecker, Marion Poschmann, Christoph Peters og Zoë Jenny. Af eldri höfundum má nefna: Arno Schmidt, Sylvia Plath og Ted Hughes.

Bankster fjallar um ungan bankamann sem missir vinnuna. Sagan gerist veturinn 2008-2009, veturinn sem Geir bað guð að blessa Ísland. Frásögnin er margslungin, lágstemmd og næstum ljóðræn. „Fantavel skrifuð“, sagði einn gagnrýnanda í ritdómi um bókina.

Guðmundur Óskarsson var höfundur mánaðarins hér á síðunni í upphafi árs, sjá umfjöllun hér.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir