Bankster til Þýskalands

16. júní, 2010

Bókaútgáfan Ormstunga hefur samið um sölu á þýðingarrétti skáldsögunnar Bankster eftir Guðmund Óskarsson til þýska forlagsins Frankfurter Verlagsanstalt (FVA) í Frankfurt am Main. Bókin kemur út haustið 2011.

Bókaútgáfan Ormstunga hefur samið um sölu á þýðingarrétti skáldsögunnar Bankster eftir Guðmund Óskarsson til þýska forlagsins Frankfurter Verlagsanstalt (FVA) í Frankfurt am Main. Bókin kemur út haustið 2011. Guðmundur fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009 fyrir söguna.

Að sögn þýska forleggjarans, Dr. Joachim Unseld, fellur Bankster einstaklega vel að útgáfustefnu forlagsins. Þetta er gamalgróið og virt útgáfufyrirtæki. Það gefur árlega út fáar en vel valdar bækur eftir afbragðshöfunda og einbeitir sér ekki síst að kröftugum og hæfileikaríkum ungum höfundum sem vænta má mikils af í náinni framtíð. Síðustu ár hefur forlagið vakið athygli fyrir að synda móti straumnum með því að hafa uppi á óvenjulegum röddum í heimi bókmenntanna, bæði í Þýskalandi og öðrum löndum, og sporna við vaxandi „skammlífisáráttu“ bókamarkaðarins af öllum kröftum.

Guðmundur Óskarsson verður þá kominn í góðan félagsskap: Bodo Kirchhoff, Ernst-Wilhelm Händler, Thomas von Steinaecker, Marion Poschmann, Christoph Peters og Zoë Jenny. Af eldri höfundum má nefna: Arno Schmidt, Sylvia Plath og Ted Hughes.

Bankster fjallar um ungan bankamann sem missir vinnuna. Sagan gerist veturinn 2008-2009, veturinn sem Geir bað guð að blessa Ísland. Frásögnin er margslungin, lágstemmd og næstum ljóðræn. „Fantavel skrifuð“, sagði einn gagnrýnanda í ritdómi um bókina.

Guðmundur Óskarsson var höfundur mánaðarins hér á síðunni í upphafi árs, sjá umfjöllun hér.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir