Íslenskt bókasafn í Kiel og í Kuopio

22. júní, 2010

Háskólabókasafnið í Kiel hefur sankað að sér íslenskum bókum í hartnær tvær aldir. Af þeim um það bil 110.000 bókum sem Norðurlandadeild safnsins hýsir fjalla 11.000 um Ísland

Háskólabókasafnið í Kiel hefur sankað að sér íslenskum bókum í hartnær tvær aldir, og er í dag gullkista fyrir þá sem forvitnir eru um íslenska menningu, tungu, sögu og stjórnsýslu. Af þeim um það bil 110.000 bókum sem Norðurlandadeild safnsins hýsir fjalla 11.000 um Ísland, og safnið er auk þess áskrifandi að tuttugu íslenskum blöðum og tímaritum. Síðast en ekki síst hefur það að geyma mikið úrval íslenskra skáldsagna í þýskum þýðingum.

Þeir sem ekki eru svo heppnir að búa í Kiel geta þó notið góðs af bókakosti safnsins í gegnum millisafnalán, og geta jafnframt nýtt sér bókasafnsvefinn Vifanord. Vefurinn, sem miðlar upplýsingum um Norður-Evrópu og Eystrasaltslöndin, er samstarfsverkefni  háskólanna í Kiel, Göttingen og Greifswald. Þar geta notendur flett upp bókatitlum og höfundum, og auk þess nálgast vefsíður sem tengjast Norður-Evrópu og Eystrasaltslöndunum. Þegar þetta er ritað vísar vefurinn á meira en 230 síður um Ísland.


Nánari upplýsingar:

Universitätsbibliothek Kiel
Leibnizstraße 9
24118 Kiel / Þýskaland
0049 431 / 880-2700
www.ub.uni-kiel.de
Forstöðumaður: Dr. Else Maria Wischermann

Norðurlandadeild:

Dr. Ruth Sindt (deildarstjóri)
sindt@ub.uni-kiel.de
Elsa Björg Diðriksdóttir (íslenskar bækur)
didriksdottir@ub.uni-kiel.de


Í borgarbókasafninu í Finnlandi er einnig að finna íslenska deild í svipuðum anda en safnið er staðsett í bænum Kuopio http://kirjasto.kuopio.fi/. Fjöldi bóka er nú um 3500 en safnið lánar einnig hljóðbækur, geisladiska og tímarit.

Íslenska deildin hefur verið starfrækt í rúma tvo áratugi og hefur Anna Einarsdóttir valið bækurnar. Arja Anttila er umsjónarmaður íslensku deildarinnar arja.anttila@kuopio.fi.



Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir