Besta glæpasaga ársins í Frakklandi

25. júní, 2010

Franska bókmenntatímaritið Lire hefur útnefnt Skipið eftir Stefán Mána sem bestu glæpasögu ársins þar í landi í nýjasta hefti sínu.

noirOceanFranska bókmenntatímaritið Lire hefur útnefnt Skipið eftir Stefán Mána, eða Noir Océan eins og hún hefur verið titluð í franskri þýðingu Eric Boury, sem bestu glæpasögu ársins þar í landi í nýjasta hefti sínu.

Gagnrýnandi Lire gefur bókinni fullt hús og hampar henni sem meistaralega unnu þrekvirki sem viðheldur stöðugri spennu og sleppi ekki takinu af lesandanum þar til yfir lýkur. Í dómnum segir ennfremur að texti Stefáns Mána einkennist af hamslausri reiði, en verkið sé um leið harmrænt og skáldlegt.

Skipið er fyrsta bók Stefáns á Frakklandsmarkaði. Þýðingin kom út snemma á þessu ári en sala bókarinnar hefur tekið kipp eftir þær frábæru viðtökur sem hún hefur fengið hjá frönskum gagnrýnendum og er annað upplag væntanlegt í bókabúðir þar í landi. Bókaforlagið Gallimard, sem gefur Skipið út, hefur tryggt sér útgáfuréttinn að fyrra verki Stefáns, Svartur á leik (2004), og hefur lýst yfir áhuga á næstu bókum hans.

Skipið hefur þegar komið út í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku og er væntanleg í Tékklandi.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir