Besta glæpasaga ársins í Frakklandi

25. júní, 2010

Franska bókmenntatímaritið Lire hefur útnefnt Skipið eftir Stefán Mána sem bestu glæpasögu ársins þar í landi í nýjasta hefti sínu.

noirOceanFranska bókmenntatímaritið Lire hefur útnefnt Skipið eftir Stefán Mána, eða Noir Océan eins og hún hefur verið titluð í franskri þýðingu Eric Boury, sem bestu glæpasögu ársins þar í landi í nýjasta hefti sínu.

Gagnrýnandi Lire gefur bókinni fullt hús og hampar henni sem meistaralega unnu þrekvirki sem viðheldur stöðugri spennu og sleppi ekki takinu af lesandanum þar til yfir lýkur. Í dómnum segir ennfremur að texti Stefáns Mána einkennist af hamslausri reiði, en verkið sé um leið harmrænt og skáldlegt.

Skipið er fyrsta bók Stefáns á Frakklandsmarkaði. Þýðingin kom út snemma á þessu ári en sala bókarinnar hefur tekið kipp eftir þær frábæru viðtökur sem hún hefur fengið hjá frönskum gagnrýnendum og er annað upplag væntanlegt í bókabúðir þar í landi. Bókaforlagið Gallimard, sem gefur Skipið út, hefur tryggt sér útgáfuréttinn að fyrra verki Stefáns, Svartur á leik (2004), og hefur lýst yfir áhuga á næstu bókum hans.

Skipið hefur þegar komið út í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku og er væntanleg í Tékklandi.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir