Besta glæpasaga ársins í Frakklandi

25. júní, 2010

Franska bókmenntatímaritið Lire hefur útnefnt Skipið eftir Stefán Mána sem bestu glæpasögu ársins þar í landi í nýjasta hefti sínu.

noirOceanFranska bókmenntatímaritið Lire hefur útnefnt Skipið eftir Stefán Mána, eða Noir Océan eins og hún hefur verið titluð í franskri þýðingu Eric Boury, sem bestu glæpasögu ársins þar í landi í nýjasta hefti sínu.

Gagnrýnandi Lire gefur bókinni fullt hús og hampar henni sem meistaralega unnu þrekvirki sem viðheldur stöðugri spennu og sleppi ekki takinu af lesandanum þar til yfir lýkur. Í dómnum segir ennfremur að texti Stefáns Mána einkennist af hamslausri reiði, en verkið sé um leið harmrænt og skáldlegt.

Skipið er fyrsta bók Stefáns á Frakklandsmarkaði. Þýðingin kom út snemma á þessu ári en sala bókarinnar hefur tekið kipp eftir þær frábæru viðtökur sem hún hefur fengið hjá frönskum gagnrýnendum og er annað upplag væntanlegt í bókabúðir þar í landi. Bókaforlagið Gallimard, sem gefur Skipið út, hefur tryggt sér útgáfuréttinn að fyrra verki Stefáns, Svartur á leik (2004), og hefur lýst yfir áhuga á næstu bókum hans.

Skipið hefur þegar komið út í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku og er væntanleg í Tékklandi.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir