Gnægð fróðleiks

9. júlí, 2010

Þýskri útgáfu af vefsíðunni Handritin heima var hleypt af stokkunum þann 23. júní síðastliðinn, en hún inniheldur gnægð fróðleiks um íslenska handritamenningu.

Þýskri útgáfu af vefsíðunni Handritin heima var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn í Norðurlandadeild Christian-Albrechts háskólans í Kiel, þann 23. júní síðastliðinn. Vefsíðan, sem hefur verið til í íslenskri útgáfu um nokkurt skeið, inniheldur gnægð fróðleiks um íslenska handritamenningu – allt frá upplýsingum um verkun kálfskinnanna sem ritað var á, yfir í umfjallanir um skemmtilegar spássíumyndir í handritunum.
 
Í ræðu sinni sagði Prófessor Klaus Böldl, forstöðumaður Norðurlandadeildarinnar, að þýska síðan myndi reynast ómetanlegur fróðleiksbrunnur – ekki bara fyrir námsmenn, heldur líka alla þá sem áhuga hefðu á íslenskri handritamenningu. Sendiherra Íslands, Gunnar Snorri Gunnarsson, lýsti því þá yfir að smáþjóð á borð við Ísland væri í stöðugri leit að sjálfsmynd, og að handritamenning Íslendinga væri mikilvægur hluti hennar.
 
Höfundar efnisins á síðunni eru þær Laufey Guðnadóttir, lektor í íslensku við skólann, og Soffía Guðný Guðmundsdóttir. Tveir nemendur í norrænni fílólógíu, Sarah Strühning og Michael Schäfer, þýddu síðan efnið yfir á þýsku undir handleiðslu Laufeyjar og prófessor Böldl.
 
Sagenhaftes Island, sem styrkti gerð þýsku síðunnar, óskar aðstandendum verkefnisins til hamingju með vel heppnað verk.
 
Þýsku síðuna má finna hér.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir