Yrsa tilnefnd til Shamus verðlaunanna

17. ágúst, 2010

Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur er tilnefnd til Shamus-glæpasagnaverðlaunanna í ár.

soul-to-takeBókaútgáfan Veröld segir frá því á vef sínum að bók Yrsu Sigurðardóttur, Sér grefur gröf, sé tilnefnd til Shamus - glæpasagnaverðlaunanna í ár. Þetta er eina þýdda glæpasagan sem hlýtur tilnefningu í ár.

Að verðlaununum standa samtök bandarískra glæpasagnahöfunda. Þau eru veitt fyrir glæpasögur þar sem einkaspæjarar eru í aðalhlutverkum. Um miðjan október kemur í ljós hver hlýtur verðlaunin. Meðal verðlaunahafa sem hafa hlotið Shamus verðlaunin má nefna Sue Grafton, Michael Connelly og Dennis Lehane.

Sjá nánar um tilnefninguna á vef Veraldar.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir