„Lýsandi myndir í miðju svartnætti veturs,“

30. ágúst, 2010

...segir í dómi danska dagblaðsins Information um Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman. Dönsk þýðing bókarinnar kom út fyrir skemmstu.

Nýverið birtist dómur um Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson í danska dagblaðinu Information, en þýðing bókarinnar kom út þar í landi á vegum bókaforlagsins Batzer & Co. fyrir skemmstu.

Gagnrýnandi blaðsins, Torben Brostrøm, er bersýnilega hrifinn af bókinni, segir hana vera ljóðræna aldafarslýsingu fyrir upphaf nútímans og stórra stríða, og að Jón Kalman dragi fram lýsandi myndir af örsamfélagi sjómanna og kvenna þeirra í miðju svartnætti íslensks veturs.

Sjá má dóminn í heild sinni hér.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir