„Lýsandi myndir í miðju svartnætti veturs,“

30. ágúst, 2010

...segir í dómi danska dagblaðsins Information um Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman. Dönsk þýðing bókarinnar kom út fyrir skemmstu.

Nýverið birtist dómur um Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson í danska dagblaðinu Information, en þýðing bókarinnar kom út þar í landi á vegum bókaforlagsins Batzer & Co. fyrir skemmstu.

Gagnrýnandi blaðsins, Torben Brostrøm, er bersýnilega hrifinn af bókinni, segir hana vera ljóðræna aldafarslýsingu fyrir upphaf nútímans og stórra stríða, og að Jón Kalman dragi fram lýsandi myndir af örsamfélagi sjómanna og kvenna þeirra í miðju svartnætti íslensks veturs.

Sjá má dóminn í heild sinni hér.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir