„Lýsandi myndir í miðju svartnætti veturs,“

30. ágúst, 2010

...segir í dómi danska dagblaðsins Information um Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman. Dönsk þýðing bókarinnar kom út fyrir skemmstu.

Nýverið birtist dómur um Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson í danska dagblaðinu Information, en þýðing bókarinnar kom út þar í landi á vegum bókaforlagsins Batzer & Co. fyrir skemmstu.

Gagnrýnandi blaðsins, Torben Brostrøm, er bersýnilega hrifinn af bókinni, segir hana vera ljóðræna aldafarslýsingu fyrir upphaf nútímans og stórra stríða, og að Jón Kalman dragi fram lýsandi myndir af örsamfélagi sjómanna og kvenna þeirra í miðju svartnætti íslensks veturs.

Sjá má dóminn í heild sinni hér.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir