Forvitnilegasti bókatitillinn

14. september, 2010

10 ráð... Hallgríms Helgasonar tilnefnd til verðlauna fyrir „Forvitnilegasta bókatitilinn“ á þýska bókamarkaðinum 2010.

zehn-tips

Skáldsaga Hallgríms Helgasonar 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp (Zehn Tipps, das Morden zu beenden und den Abwasch zu beginnen) hefur verið tilnefnd til verðlauna sem „Forvitnilegasti bókatitillinn“ á þýska bókamarkaðnum 2010.

Tuttugu bækur voru tilnefndar og nú getur almenningur kosið á heimasíðu bókamarkaðarins. Smelltu hér til að kjósa. Kosning hefur staðið yfir frá 18. ágúst og lýkur 20. september. Þegar þetta er skrifað er bók Hallgríms í öðru sæti.

Þær bækur sem verða í sex efstu sætunum að netkosningu lokinni fara fyrir dómnefnd sem velur vinningshafann. Verðlaunin verða afhent á bókasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði.

Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir