Forvitnilegasti bókatitillinn

14. september, 2010

10 ráð... Hallgríms Helgasonar tilnefnd til verðlauna fyrir „Forvitnilegasta bókatitilinn“ á þýska bókamarkaðinum 2010.

zehn-tips

Skáldsaga Hallgríms Helgasonar 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp (Zehn Tipps, das Morden zu beenden und den Abwasch zu beginnen) hefur verið tilnefnd til verðlauna sem „Forvitnilegasti bókatitillinn“ á þýska bókamarkaðnum 2010.

Tuttugu bækur voru tilnefndar og nú getur almenningur kosið á heimasíðu bókamarkaðarins. Smelltu hér til að kjósa. Kosning hefur staðið yfir frá 18. ágúst og lýkur 20. september. Þegar þetta er skrifað er bók Hallgríms í öðru sæti.

Þær bækur sem verða í sex efstu sætunum að netkosningu lokinni fara fyrir dómnefnd sem velur vinningshafann. Verðlaunin verða afhent á bókasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði.

Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir