Forvitnilegasti bókatitillinn

14. september, 2010

10 ráð... Hallgríms Helgasonar tilnefnd til verðlauna fyrir „Forvitnilegasta bókatitilinn“ á þýska bókamarkaðinum 2010.

zehn-tips

Skáldsaga Hallgríms Helgasonar 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp (Zehn Tipps, das Morden zu beenden und den Abwasch zu beginnen) hefur verið tilnefnd til verðlauna sem „Forvitnilegasti bókatitillinn“ á þýska bókamarkaðnum 2010.

Tuttugu bækur voru tilnefndar og nú getur almenningur kosið á heimasíðu bókamarkaðarins. Smelltu hér til að kjósa. Kosning hefur staðið yfir frá 18. ágúst og lýkur 20. september. Þegar þetta er skrifað er bók Hallgríms í öðru sæti.

Þær bækur sem verða í sex efstu sætunum að netkosningu lokinni fara fyrir dómnefnd sem velur vinningshafann. Verðlaunin verða afhent á bókasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði.

Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir