Bókasýningin 2010

30. september, 2010

Bókasýningin í Frankfurt er hafin og stendur yfir til 10. október. Viðburðir tengdir íslenskum bókmenntum og bókaútgáfu verða fjölmargir.

Bókasýningin í Frankfurt er hafin og stendur yfir til 10. október. Viðburðir tengdir íslenskum bókmenntum og bókaútgáfu verða fjölmargir þótt við séum ekki heiðursgestir fyrr en á næsta ári, en Argentína er heiðursgestur í ár.

Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir íslandstengda viðburði:


Miðvikudagur, 6. október 


Kl. 13.00, höll 5.0, standur D 941: „Weltempfang“:

„Goðsagnir og raunveruleiki í íslenskum glæpasögum“: Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundur, Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og Kristof Magnusson, rithöfundur og þýðandi úr íslensku, taka þátt í umræðum um íslenskar glæpasögur.


Fimmtudagur, 7. október 


Kl. 10:30, Europa salurinn, höll 4, 1. hæð: Blaðamannafundur

Blaðamannafundur til kynningar á viðburðum tengdum þátttöku Íslands sem heiðursgests 2011. Í aðdraganda bókasýningarinnar í Frankfurt 2011 mun Ísland standa fyrir fjölda bókmenntatengdra viðburða sem og öðrum listviðburðum í Þýskalandi til kynningar á íslenskri menningu. Dagskráin mun verða yfirgripsmikil og því er boðið til blaðamannafundar á bókasýningunni í ár.

Ýtarlegri upplýsingar um blaðamannafundinn má finna hér.


Kl. 15:00, ARTE standurinn: ARTE með Steinunni Sigurðardóttur

„Von Reykjavík nach Berlin – Frá Reykjavíkur til Berlínar“: Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir, sem hefur verið búsett í Berlín í Þýskalandi, verður tekin tali. Um er að ræða samstarfsverkefni Sagenhaftes Island og þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARTE.

Kl. 16:00, Sameiginlegi íslenski standurinn í höll 6.0 A 944: "Have a look at Iceland" - Íslensk bókaútgáfa kynnir sig.

Íslenskar bókmenntir verða í brennidepli á bókasýningunni 2011 og hér verður áhugasömum gert kleift að kynna sér bókaútgáfu Íslands í návígi. Sagenhaftes Island og Félag íslenskra bókaútgefenda skipuleggja viðburðinn, þar sem fjöldi íslenskra útgefenda mun verða viðstaddur.


Laugardagur, 9. október 


Kl. 14:00, Arte Stand: ARTE - Íslendingasögurnar

„Isländische Literaturschätze – Fjársjóðir íslenskra bókmennta“: Væntanleg heildarútgáfa Íslendingasagnanna kynnt. Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sagenhaftes Island, Klaus Böldl, ritstjóri heildarritsins og Hans Jürgen Balmes, útgáfustjóri, hjá S. Fischer Verlag ræða saman.


Sunnudagur, 10. október 


Kl. 15:30, Forum, Level 1: Ísland tekur við keflinu

Að loknum upplestri argentínska rithöfundarins Juan Gelman og Guðbergs Bergssonar  fer fram afhending „heiðurskeflisins“ þar sem Ísland tekur formlega við titlinum „Heiðursgestur 2011“ af Argentínumönnum sem bera titilinn í ár.


Eftirfarandi aðilar munu taka þátt í sameiginlega íslenska standinum:

Bjartur – Veröld
Bókafélagið Ugla
Bókmenntasjóður
Bóksala stúdenta
Crymogea
Dimma
Eymundsson
Félag íslenskra bókaútgefenda
Forlagið
Háskólaútgáfan
Hið Íslenska bókmenntafélag
Hið íslenska fornritafélag
Iðnú publishing
Íslandsstofa
Locatify
Námsgagnastofnun
Oddi
Opna
Ormstunga
Salka
Skrudda
Sögur
Tindur
Uppheimar
Útkall


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir