Íslensk ljóðlist á Zebra hátíðinni í Berlín

14. október, 2010

Á Zebra Poetry Film Festival í ár verða stuttmyndir tveggja íslenskra listamanna sýndar: Myndljóðið „Höpöhöpö Böks” eftir Eirík Örn Norðdahl og „Bertram“ eftir Láru Garðarsdóttur.

Kvikmyndahátíðin Zebra Poetry Film Festival í Berlín hefst í dag. Hátíðin, sem í ár er haldin í fimmta skiptið, er mikilvægur vettvangur fyrir ljóðatengdar stuttmyndir og sækir fjöldi kvikmyndagerðamanna hana að hvanæva úr heiminum.

Á hátíðinni í ár verða sýndar stuttmyndir eftir tvo íslenska listamenn: Myndljóðið „Höpöhöpö Böks” eftir Eirík Örn Norðdahl, sem er í keppnisflokki hátíðarinnar, og „Bertram“ eftir Láru Garðarsdóttur. Mynd Eiríks er aðlögun á ljóði eftir kanadíska skáldið Christian Bök, en hann mun að auki taka þátt í norrænum upplestri ásamt öðrum skandinavískum ljóðskáldum, þar á meðal Simen Hagerup og Marie Silkeberg, á hátíðinni.

Stuttmynd Láru er teiknimynd og fjallar um ungan dreng sem dreymir um hvað hann muni verða þegar hann vex úr grasi. Myndin er hluti af barnadagskrá hátíðarinnar. Báðar myndirnar verða sýndar í kvikmyndahúsinu Babylon Mitte.

Hátíðin er framtak Bókmenntasmiðju Berlínarborgar (Literaturwerkstatt Berlin), og á dagskrá hennar verða yfir 900 ljóðatengdar stuttmyndir frá 71 landi sýndar. Fimm manna dómnefnd mun að lokum velja sigurvegara úr 26 mynda keppnisflokki.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir