Af því að Íslendingasögurnar gerast ekki í Schwarzwald

29. október, 2010

Þýskt stórblað fjallar um nýja þýðingu á Íslendingasögunum, og ástæðurnar að baki hennar.

Sama dag og Ísland tók formlega við af Argentínu sem heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt birti blaðið Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung ítarlega umfjöllun um nýja heildarþýðingu á Íslendingasögunum í sunnudagsútgáfu sinni. Um var að ræða miðopnugrein um Íslendingasögurnar, ríkulega skreytta myndum úr miðaldahandritum. Auk þess var birt viðtal við Klaus Böldl, ritstjóra heildarþýðingarinnar og prófessor við háskólann í Kiel.

Í viðtalinu skýrði Böldl frá því að sú heildarþýðing sem fyrir væri, sem kom út á milli 1911 og 1930 og nefnist Sammlung Thule, væri orðin úrelt og endurspeglaði germanska þjóðernishyggju. Auk þess væri hún ekki sérlega læsileg nútímafólki, til að mynda væru íslensku nöfnin svo duglega staðfærð að séríslensk einkenni glötuðust: „Stundum virðist manni að sögurnar gætu fullt eins gerst í Schwarzwald,“ sagði hann.

Nýja heildarþýðingin kemur út á næsta ári hjá þýska útgefandanum S. Fischer Verlag. Verkefnið er styrkt af Listastofnun Nordrhein-Westfalen (Kunststiftung NRW). Þýðendahópur undir stjórn Juliu Zernack, Andreas Vollmer og Klaus Böldl vinnur þessa stundina að þýðingunum, en með þeim mun fylgja skýringabindi sem setja mun Íslendingasögurnar í sögulegt samhengi og staðsetja þær innan heimsbókmenntanna.

Frankfurter Allgemeine - opna


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir