Máttur innlifunarinnar

4. nóvember, 2010

Skáldsagan Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra, er nýkomin út í Danmörku. Ritdómur í Information.

kristin_m_baldursdottirSkáldsagan Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra, er nýkomin út í Danmörku, samkvæmt heimasíðu Forlagsins. Um síðustu helgi birtist ritdómur um bókina í dagblaðinu Information undir heitinu „Hugrökk í trú sinni á ímyndunaraflið og mátt innlifunarinnar“. Þar skrifar Erik Skyum-Nielsen meðal annars:

„Maður skilur vel að Kristín Marja Baldursdóttir hafi fundið hjá sér þörf fyrir að skipta úr sinfóníuformati hinnar gríðarmiklu skáldsögu um listakonuna Karitas yfir í blíða kammermúsík í nýrri bók sinni, Karlsvagninum [...] Það er eitthvað algerlega heillandi við frásögnina af því þegar konan og stúlkan ganga saman inn í hús minninganna þar sem allir sofa [...] Á heimavelli gerir skáldsagan upp við hvað það kostar að vera sterk íslensk kona með járnvilja og ábyrgðartilfinningu, en á heimsvísu hvetur hún hvern og einn til að hætta sér inn í hús minninganna og athuga hvort öll sagan um hann hefur nú verið sögð á enda.“

Lengri útdrátt ritdómsins á íslensku má finna í fréttatilkynningu Forlagsins. Dóminn í heild sinni, á dönsku, er að finna á heimasíðu Information.

Kristín Marja var höfundur mánaðarins í október síðastliðnum hér á síðunni. Nálgast má viðtalið við hana hér.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir