Máttur innlifunarinnar

4. nóvember, 2010

Skáldsagan Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra, er nýkomin út í Danmörku. Ritdómur í Information.

kristin_m_baldursdottirSkáldsagan Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra, er nýkomin út í Danmörku, samkvæmt heimasíðu Forlagsins. Um síðustu helgi birtist ritdómur um bókina í dagblaðinu Information undir heitinu „Hugrökk í trú sinni á ímyndunaraflið og mátt innlifunarinnar“. Þar skrifar Erik Skyum-Nielsen meðal annars:

„Maður skilur vel að Kristín Marja Baldursdóttir hafi fundið hjá sér þörf fyrir að skipta úr sinfóníuformati hinnar gríðarmiklu skáldsögu um listakonuna Karitas yfir í blíða kammermúsík í nýrri bók sinni, Karlsvagninum [...] Það er eitthvað algerlega heillandi við frásögnina af því þegar konan og stúlkan ganga saman inn í hús minninganna þar sem allir sofa [...] Á heimavelli gerir skáldsagan upp við hvað það kostar að vera sterk íslensk kona með járnvilja og ábyrgðartilfinningu, en á heimsvísu hvetur hún hvern og einn til að hætta sér inn í hús minninganna og athuga hvort öll sagan um hann hefur nú verið sögð á enda.“

Lengri útdrátt ritdómsins á íslensku má finna í fréttatilkynningu Forlagsins. Dóminn í heild sinni, á dönsku, er að finna á heimasíðu Information.

Kristín Marja var höfundur mánaðarins í október síðastliðnum hér á síðunni. Nálgast má viðtalið við hana hér.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir