Mér er skemmt!

8. nóvember, 2010

„Ég horfi á allt í kringum mig sem hugsanlegt söguefni“ segir rithöfundurinn Einar Kárason þegar hann er spurður út í nýjustu bók sína Mér er skemmt.

EinarKarason

„Ég horfi á allt í kringum mig sem hugsanlegt söguefni“ segir rithöfundurinn Einar Kárason þegar hann er spurður út í nýjustu bók sína Mér er skemmt.

Einar  hefur verið iðinn við að segja sögur af allskonar fólki í gegnum tíðina, allt frá Sturlungaöld og fram í nútímann. Bækurnar eru á annan tuginn; skáldsögur, ferðabækur og ævisögur. Nú er komið að hans eigin sögu. Í nýjustu bókinni er það Einar sjálfur sem er í aðalhlutverki. Hann segir meðal annars frá skólagöngu, aðkomu að kvikmyndagerð og fjórum köttum.

Mer_er_skemmtAðspurður um sköpunarferli og kröfuna um að vera sífellt skapandi segir Einar:„Við hvert ár sem maður lifir, hvern nýjan dag í rauninni, upplifir maður eitthvað nýtt, hugsar eitthvað sem aldrei hefur áður komið manni í hug, og þannig verður veröldin áfram fersk og stútfull af söguefnum, miklu fleirum en maður kemst yfir að skrifa.“

Í bókinni kemur Einar jafnframt mikið inn á félagsstörf í þágu Rithöfundasambands Íslands í gegnum tíðina. Þar var hann bæði stjórnarmaður, varaformaður og formaður um átta ára skeið auk þess sem hann hefur vasast í ýmsum öðrum bókmenntatengdum félagasamtökum. Er hægt að fá innblástur sem rithöfundur úr slíku félagsstarfi?  

„Eins og ég segi í bókinni sótti ég mikinn innblástur í það stúss; mér fannst það mjög skapandi að sitja fundi, og í rauninni því meir sem þeir voru andlausari og innantómari. Þetta er skrýtið, en svona verður maður kannski innréttaður í hausnum á því að horfa á allt í kringum sig sem hugsanlegt söguefni.“

En skyldi Einar fá innblástur frá köttunum sínum? Og hvað er eiginlega málið með rithöfunda og ketti? „Kettir eru hreinræktuð ljóðræna. Þeir eru póesía í mjúkum feldi; það er mjög skapandi athöfn að horfa á kött, sjá óræðan glampann í glyrnunum gulu; sá sem mun skilja hann skrifar þá bók á endanum sem gerir annað kvak óþarft.“





Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir