Oddi og Sögueyjan í samstarf

23. nóvember, 2010

Sögueyjan Ísland og Prentsmiðjan Oddi undirrita samstarfs- og styrktarsamning.

Oddi - undirritunÞessi tími ársins er sannkallaður uppskerutími í Odda. Þar er stærsti hluti allra bóka sem kemur út á Íslandi prentaður, bækur í öllum regnbogans litum og af öllum stærðum og gerðum.

Sögueyjan og Oddi undirrituðu samning um samstarf 25. nóvember síðastliðinn. Samstarfið felur til dæmis í sér að Oddi sér um prentun á ýmsu því efni sem Sögueyjan mun nota í sambandi við heiðurssþáttökuna á Bókasýningunni í Frankfurt. Á meðal efnis sem Oddi mun prenta eru katalógar fyrir listsýningar og ljósmyndasýningar sem settar verða upp í Frankfurt árið 2011.

Og hvernig gengur svo að prenta jólabækurnar? „Það má segja að jólin byrji eiginlega í október þegar við byrjum að prenta fyrstu bækurnar sem eru hluti af jólabókaútgáfunni. Þetta nær hámarki núna um mánaðarmótin nóvember-desember. Við erum með lítinn markað hér á Íslandi sem er með mjög fjölbreyttar þarfir. Við prentum allt frá kiljum uppí stórar og miklar listaverkabækur. Vélarnar vinna auðvitað á sama hraða núna og aðra tíma ársins, en það er skemmtileg eftirvænting í loftinu. Við vinnum allan sólarhringinn þess vegna þegar álagið er sem mest.“

    Oddi2Oddi3Oddi4

    Oddi5Oddi6Oddi7

Saga Odda nær aftur til fimmta áratugar síðustu aldar þegar prentsmiðjan var stofnuð.

„Þetta er fyrirtæki með mikla reynslu og þekkingu. Hér vill maður vera og það er gott að vera innan um allar bækurnar,'' segir Díana Hrönn Sigurfinnsdóttir söluráðgjafi hjá Odda. „Svo er það líka spennandi að sjá hvernig bókunum vegnar þegar þær eru farnar héðan frá okkur. Sjá hvað fólki líkar og hvað fólk vill lesa, það er mjög spennandi. Við erum í nánu samstarfi við bókaútgefendur og vinnum saman sem ein heild má segja. Markmiðið er að gera góðar og fallegar bækur og koma þeim sem fyrst til lesenda.“

„Saga Prentsmiðjunnar Odda er nátengd íslenskum skáldskap. Það verður engin breyting á því um þessi jól,“ segir Jón Ómar Erlingsson framkvæmdastjóri. „Hér slær hjartað í takt við bókagerð, íslenskan skáldskap og allt sem tengist sagnamenningunni á Íslandi.“


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir