Ný bók og bíómyndir

23. nóvember, 2010

Nýjasta glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig er komin út. Á sama tíma er klár samningur um gerð bíómynda eftir bókum hennar.

Benjamin-Benedict--TeamworxÞýska kvikmyndafyrirtækið teamWorx hefur samið við bókaútgáfuna Veröld um að kvikmynda allar bækur Yrsu Sigurðardótur. Kvikmyndafyrirtækið er dótturfyrirtæki Freemantle Media sem er hluti af einu stærsta miðlunarfyrirtæki heims, Bertelsmann. Stefnt er að því að taka myndirnar upp á þýsku á Íslandi.

„Ég hef verið mikill aðdáandi bóka Yrsu frá því ég kynntist verkum hennar fyrst,“ segir Benjamin Benedict, framleiðandi hjá teamWorx. „Ég byrjaði reyndar á þriðju bókinni, las svo þá fyrstu, svo númer tvö og svo þá fjórðu! Þannig að ég hef kannski ekki lesið þær í réttri röð en er mjög hrifinn af því hvernig hún segir sögur. Mér finnst aðalpersóna hennar, lögmaðurinn Þóra Guðmundsdóttir, vera spennandi. Sömuleiðis er umhverfið í sögunum heillandi, náttúra Íslands, landið og fólkið sem þar býr. Þetta er góður efniviður í bíómynd.  Við erum búnir að ráða handritshöfund og erum að vinna í að fjármagna myndirnar, þannig að þetta er allt á góðri leið. Við hlökkum mjög til að takast á við þetta stóra verkefni, að skila sögum Yrsu á hvíta tjaldið.“

Nýjasta saga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, fjallar um ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum. Þar taka að gerast dularfullir atburðir í tengslum við fortíð staðarins.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir