Menning er undirstöðuatvinnuvegur

1. desember, 2010

Greint hefur verið frá rannsóknum á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi sem sýna að þær eru einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar.

 

Í dag, 1. desember 2010, var haldinn kynningarfundur þar sem skýrt var frá niðurstöðum rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi. Leiða niðurstöðurnar í ljós að skapandi greinar eru einn af grundvallaratvinnuvegum þjóðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem rannsókn af þessu tagi er gerð á Íslandi. Í rannsókninni voru skapandi greinar skilgreindar og skipt niður í nokkra flokka, meðal annars í sjónlistir, sviðslistir, bækur og útgáfu, og skiptist hver flokkur í marga undirflokka. Undirflokkar bóka og útgáfu eru meðal annars bókmenntir, fjölmiðlun, útgáfa og bókasöfn.

sinfo

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heildarvelta skapandi greina var 191 ma. kr. árið 2009 og er það mun meiri velta en í landbúnaði og fiskveiðum samanlagt. Ársverkin í skapandi greinum voru 9400 talsins árið 2009 en líkt og í öðrum atvinnugreinum minnkaði fjöldi ársverka á milli áranna 2008 og 2009. Það er þó athyglisvert að fjöldi ársverka minnkaði minna í skapandi greinum en í öðrum atvinnugreinum. Á fundinum sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, að rannsóknin væri afar mikilvæg í því skyni að marka atvinnustefnu í menningarstarfssemi.

Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að samkvæmt þessum rannsóknum eru skapandi greinar einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar og veitir það þeim sem starfa á þessum vettvangi enn frekari hvatningu í að halda áfram því góða starfi sem þegar er unnið.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir