Menning er undirstöðuatvinnuvegur

1. desember, 2010

Greint hefur verið frá rannsóknum á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi sem sýna að þær eru einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar.

 

Í dag, 1. desember 2010, var haldinn kynningarfundur þar sem skýrt var frá niðurstöðum rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi. Leiða niðurstöðurnar í ljós að skapandi greinar eru einn af grundvallaratvinnuvegum þjóðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem rannsókn af þessu tagi er gerð á Íslandi. Í rannsókninni voru skapandi greinar skilgreindar og skipt niður í nokkra flokka, meðal annars í sjónlistir, sviðslistir, bækur og útgáfu, og skiptist hver flokkur í marga undirflokka. Undirflokkar bóka og útgáfu eru meðal annars bókmenntir, fjölmiðlun, útgáfa og bókasöfn.

sinfo

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heildarvelta skapandi greina var 191 ma. kr. árið 2009 og er það mun meiri velta en í landbúnaði og fiskveiðum samanlagt. Ársverkin í skapandi greinum voru 9400 talsins árið 2009 en líkt og í öðrum atvinnugreinum minnkaði fjöldi ársverka á milli áranna 2008 og 2009. Það er þó athyglisvert að fjöldi ársverka minnkaði minna í skapandi greinum en í öðrum atvinnugreinum. Á fundinum sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, að rannsóknin væri afar mikilvæg í því skyni að marka atvinnustefnu í menningarstarfssemi.

Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að samkvæmt þessum rannsóknum eru skapandi greinar einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar og veitir það þeim sem starfa á þessum vettvangi enn frekari hvatningu í að halda áfram því góða starfi sem þegar er unnið.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir